Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 8
6
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
bókum. Hann var sílesandi, þegar honum slapp verk úr hendi, og lagði
hann mesta rækt viS fornsögurnar. Hann var og hagur á tré. Einkum
smíSaði hann skjólur og manntöfl, enda tefldi hann töluvert á sínum yngri
árum. Hann var sambland af þröngsýnum íhaldsmanni og vanstilltum
byltingarsegg, annars vegar gæddum rómantískum tilfinningum, hins veg-
ar áskapaS efagjarnt íhugunareSli. Þess vegna kom þaS fyrir, aS hann gat
efazt um réttlæti Jahve, þegar illa lá á honum eSa þegar honum fannst mót-
lætiS mega sín meira en meSlætiS. En aS öllum jafnaSi virtist trú hans ein-
læg og fölskvalaus. I móSurætt er faSir minn kominn af Vigfúsi presti
Benediktssyni, sem kunnur er af munnmæ'lum undir nafninu Galdra-Fúsi.
Hann var móSurbróSir Páls skálda.
MóSir mín var prýSilega greind kona. Hún las frábærlega vel og hneigS-
ist meira aS nútíSarhókinenntum en faSir minn. Hún var einkar frjálslynd
í skoSunum, víSsýn í hugsunarhætti, hafSi mjúka skapsmuni, var mjög
umburSarlynd, kurteis í tali og óvenjulega sýnt um aS koma fyrir sig
orSi [. . .]
Af ömmu minni man ég þaS eitt aS segja, aS hún var óvenjulega stór-
geSja, og annáluS var hún fyrir afburSadugnaS. Hún var komin af Þórdísi
systur Jóns Eiríkssonar konferenzráSs í föSurætt, en áhugi og geSríki hefir í
marga ættliSi veriS eitt af megin-einkennum þeirrar kynkvíslar. Af þeirri ætt
var Benedikt Sveinsson forseti og Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóSir og Ólafía
Jóhannsdóttir.
Afi minn var kominn af hinni svo nefndu Hoffellsætt og Bergsætt.
Hann var frannirskarandi geSprúSur, kurteis og hógvær eins og allt þaS
fólk. Hann skipti aldrei skapi. Af þeirri ætt var Eiríkur Jónsson GarSapró-
fastur, Eiríkur Magnússon í Kambridge og Páll Ólafsson skáld.“3
Ofum Þórbergs, Benedikt og Steini, er einnig lýst frábærlega vel í
1 Suðursveit, — og Steinn afi hefur reyndar veriS alþjóS kunnur síSan Bréf
til Láru kom út. AndstæSunum í eSli foreldra Þórbergs er lýst af mikilli
nærfærni í 1 Suðursveit.
III
Flestum lesendum Þórbergs mun kunnugt aS sjálfur hafSi hann skipt
öndverSri ævi sinni í tímabil og afmarkaSi Jaau meS ,,endurfæSingum“ sín-
um er hann kallaSi svo. Greinilega skrá um endurfæSingarnar setti Þór-
bergur saman handa Stefáni Einarssyni, og er hún prentuS í riti Stefáns,
Þórbergur Þórðarson fimmtugur.* Þar eru endurfæSingarnar taldar sex
þ,EndurfæSingarkronikan“). Fyrsta endurfæSingin samkvæmt því riti verS-