Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 143

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 143
ANDVABI ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD 141 svo bar undir. Ef einhver þurfti að bregða sér af bæ, var krakki sendur eftir hestinum, sem var einhvers staðar úti í liaga og vísast ljónstyggur og erfitt að koma á hann beizli. En þetta var verk, sem þeim var ljúft að vinna. Börnin voru ekki há í lofti, þegar þau byrjuðu að þeysa berbakt á þessum litlu reiðskjót- um. Oft riðu þau langar leiðir. Séra Magnús segir frá 7 ára dreng, sem fór ríðandi til Reykjavíkur, 110 km, tvær dagleiðir, í fylgd með fullorðnum, en reið einn til baka. Sörnu vegalengd riðu tveir bræður 7 og 12 ára, með tvo til reiðar, og þegar þeir sneru heimleiðis, voru þeir með kerru fulla af vörum. Sú vinna, sem tók mestan tíma ungl- inganna og var mikilvægust fyrir upp- eldi þeirra, var smalamennskan. Nú er stefnan í íslenzkum landbúnaðarmálum að framleiða og selja eins mikið lamba- kjöt og mögulegt er, auk þess sem það er flutt út, og fá lömbin því mjólkina, sem áður fyrr var tekin frá þeim og not- uð til þess að gera úr eins konar ost, sem hægt var að geyma til vetrarins. Lömbin voru vanin frá mæðrunum og ærnar mjólkaðar heima kvölds og morgna. Þess á milli voru þær hafðar á beit og strákur eða stelpa látin gæta þeirra. Börnunum þótti auðvitað skemmtilegra, að þau væru fleiri saman, og stundum gátu þau leikið sér við smalana á næsta bæ, þar sem beitilöndin lágu saman. Væri smalinn einn síns liðs, var nauðsynlegt að gera sér eitthvað til dægrastyttingar, þegar féð tók að spekjast. Rithöfundurinn Frið- rik Asmundsson Brekkan segir frá reynslu sinni sem smali í nemendariti handíðaskólans í Askov 1927: ,,Þeir jafnaldrar mínir, sem alizt hafa UPP í sveit, eiga sjálfsagt flestir minning- ar frá löngum einmanalegum dögum, Þegar þeir sátu yfir fé frá því eld- snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Ég held, að þeir minnist þessara stunda með tregablandinni gleði. Sjálf- ur á ég yfirleitt bjartar minningar frá þessum einverusumrum. Við erum öll meira og minna gædd þeim ágæta eigin- leika að geta gleymt því, sem angrar okkur, þegar frá líður. En svo voru þess- ir löngu sólskinsdagar, þegar kindurnar rótuðu sér varla - maður var aleinn, iðulega svo fjarri mannabústöðum, að þeir sáust ekki, aðeins reykurinn, sem liðaðist upp um reykháfinn heima á bænum og minnti á mömmu við störf sín heima í eldhúsinu. Þegar veðrið var fagurt og sól skein í heiði, saknaði maður einskis, þrátt fyrir einsemdina. Alltaf var nóg að sýsla. Allir strákar sáu sóma sinn í því að byggja 'kofakríli til þess að skríða inn í, ef óveður skylli á, þótt smalinn fengi ef svo bar undir um nóg annað að hugsa. Kofinn var um 3-4 fet á lengd og það breiður, að tveir gátu setið hlið við hlið inni í honum, en ekki hærri en svo, að skríða varð á fjórum fótum. Honum var valinn staður upp við stóran stein eða klett, sem myndaði gaflinn, og hinir veggirnir voru síðan hlaðnir úr grjóti og mosa stungið í glufurnar; þakið var reft með spýtum, sem maður sníkti og auðvelt var að flytja með sér, og þekjan var úr torfi og mosa. Stundum hrundi listaverkið yfir smiðinn, og þá varð að byrja upp á nýtt. Lengi var hægt að dytta að kofanum og dunda við eitt og annað sér til skemmtunar - eins og að renna fyrir silung í læk. Stundum tók maður með sér garnlan ljá og hrífu- ræksni og þóttist keppast við að heyja í frístundum. Það var ekki heldur ama- legt að flatmaga tímunum saman á sól- vermdri klöpp og láta sig dreyma um ókunn lönd. Þannig ferðaðist margur fátækur piltur í huganum milli borga heimsins. Hann dvaldist með Indíánum í Ameríku og svertingjum í Afríku, lenti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.