Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 101

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 101
ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON: Bugumst ekki, bræður góðir - Nokkur brot úr ævi Sigurðar Eiríkssonar og Auðbjargar Jónsdóttur í eftirfarandi þáttum er ætlunin að benda fyrst á nokkur atriði í uppruna og æviferli Sigurðar Eiríkssonar. Eiríkur faðir hans fæddist 26. september 1793 að Skáneyjarkoti í Reykholtsdal, en dó 3. apríl 1869 að Söndum á Akranesi. Foreldrar Eiríks voru: Jón Árnason bóndi, er „fluttist útí Borgarfjörð, þá Skapt- áreldurin brendi byggðir estra 1784, og bjó að Skáneyarkoti í Reykholts dal og deiði gamall og blindur á Kroppi, átti Haldoru Eyríksdóttir.“ Svo segir Sigurður Eiríksson í ættartölu sinni, sem hann ritaði árið 1880. Sigurður rekur föðurætt sína til margra þjóðkunnra gáfumanna, svo sem Einars Sigurðssonar prófasts í Heydölum (1539-1626). En Einar í Heydöl- um „var merkilegasta skáld siðaskiptaaldarinnar á íslandi,“ segir prófessor Sigurður Nordal í íslenzkri lestrarbók. Er sízt ofmælt, að hálærðir biskupar og þjóðskáld ekki svo fá eiga ætt sína að rekja til séra Einars í Heydölum, þótt eigi verði farið frekar út í það mál hér. Eiríkur faðir Sigurðar virðist á yngri árum hafa verið nokkuð laus í rásinni, er ýmist norður í Miðfirði eða suður í Melasveit (Vestra-Súlunesi og víðar þar um slóðir). Hinn 30. júní 1832 gekk hann að eiga Sesselju (f. 9. ágúst 1803, d. 1. júní 1851) Einarsdóttur Einarssonar í Skipanesi, en kona Einars og móðir Sesselju var Hallfríður Þorleifsdóttir. Árin 1833-46 bjuggu þau Eiríkur og Sesselja á Læk í Melasveit og þar eignuðust þau fjögur börn, sem til aldurs komust. Eitt hafði litið ljós dagsins fyrir giftingu þeirra (f. 1831). Við frásögn þessa koma þó aðeins tvö af börnum þeirra Eiríks og Sesselju: dóttir þeirra Alríður (f. 1. okt. 1836) og sonurinn Sigurður (f. 23. okt. 1840), bæði fædd á Læk. Veraldlegir fjármunir íþyngdu eigi hjónunum á Læk, Eiríki og Sesselju. Þau flosnuðu upp af ábýlisjörð sinni á því skeiði, er börn þeirra voru enn ung að árum og tvístruðust til vandalausra. En hjónin voru uppfrá því á hrak- hólum, vinnuhjú í Mela- og Leirársveit á ýmsum bæjum; stundum skildu leið- ir, annað veifið dvöldust þau þó á sama bæ. Að þessu athuguðu má ljóst vera, að Sigurður litli, sem var aðeins fimm ára, er heimilið leystist upp, „hefur vanizt við vosbúðina í tíma“. Móðir drengsins var í vist á Leirá og dó þar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.