Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 102
100
ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON
ANDVARI
er hann var 10 ára. En ekki varð nú Sigurður til eilífsnóns þar utan Skarðs-
heiðar. Þegar hann er ellefu ára, færir sóknarpresturinn í Reykholti hann í
sóknarmannatalið þar, og fær hann þá skjól á Hæli í Flókadal.
Húsráðendur þar voru þá Þorsteinn Þorsteinsson (33 ára) og kona hans
Ingibjörg Jónsdóttir (30 ára). Ekki benda heimildir til þess, að Hælshjónin
hafi átt nokkrum skyldum að gegna við foreldra drengsins né venzlafólk. Og
því er það sérstaklega eftirtektarvert, að presturinn telur Sigurð ,,léttapilt“, en
ekki niðursetning, hreppsómaga, sveitarómaga eða á sveitinni, eins og prestar
færðu trúverðuglega í kirkjubækur á tímaskeiði þessu, ef um þurfamannabörn
var að ræða. - Og það verða fyrir okkur í prestsþjónustubókum nafngiftir á
slíkum blessuðum olnbogabörnum þjóðfélagsins, sem sveið ennþá sárar undan
en þeim, sem hér hafa verið tilfærð.
Orðið ,,léttadrengur“ fullvissar okkur um það, að Sigurður litli hafi verið
tekinn af Hælshjónunum án meðgjafar. Þetta má sannarlega annálsvert teljast
á þessum tíma. Sigurður hefur verið tápmikill drengur, siðlátur og dyggur, og
því kom hann sér vel við alla. En hann var ákaflega tilfinninganæmur og
kenndi því hið innra saknaðar og sársauka sökum þess öryggisleysis að eiga
allt brautargengi sitt undir náð og miskunnsemi alvandalausra.
En ekki var Sigurði til setunnar boðið til langframa í Reykholtsdalshreppi.
Árið 1854 færir Reykholtspresturinn Sigurð meðal brottvikinna úr prestakall-
inu: ,,léttapiltur frá Hæli inn í dali" (svo í kirkjubók). Og þetta sama ár er
skráð í kirkjubók Kvennabrekku - Stóra-Vatnshorns: „Innkominn í sóknina
Sigurður Eiríksson 15 ára, smali frá Hæli að Skarði“ (í Haukadal í Dölum
vestur). En þótt svo sé látið heita, að hann fari að Skarði, þá hefur dvöl hans
þar vart verið nefnandi. Sigurður átti heima í Skriðukoti í Haukadal, meðan
hann dvaldist þar vestra. Hjónin þar voru: Einar Skeggjason og Leópoldína
Níelsdóttir.
Undir lið fermdir í Stóra-Vatnshornssókn árið 1854: „Sigurður Eiríksson
15 ára“ (líklega er það af hagrænum ástæðum, að Sigurður er hér ávallt talinn
ári eldri en hann raunverulega er) „bólusettur (að sögn) í Borgarfjarðarsýslu.“
Vitnisburður sóknarprestsins, sem um þessar mundir var Guðmundur Einars-
son, móðurbróðir Matthíasar Jochumssonar: ,,læs, kann og skilur nokkurn-
veginn, frísklundaður." - Margan vitnisburðinn um fermingarbörn hef ég lesið
í kirkjubókum, síðan ég tók að stunda þær „bókmenntir“. En orðið frisk-
lundaður í umsögn Guðmundar Kvennabrekkuklerks um Sigurð Eiríksson
er þar algjörlega sér á blaði.
Það er alls ekki víst, að allir verði ásáttir um merkingu orðsins „frísklund-
aður“. - En skyldi prestinum ekki hafa fundizt eitthvað hressilegra og djarf-
legra í viðmóti þessa örsnauða aðkomudrengs en hann átti von á?
Vart verður ráðið af tiltækum heimildum, hvað olli því furðulega tiltæki,
að senda Sigurð úr heimabyggð sinni til vandalausra í Dölum vestur, innan
við fermingaraldur. En Sigurður stóðst þá þolraun. Hann þurfti aldrei þar