Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 29
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
27
til við Steinarnir tala, og getur hann þess að hann hafi verið búinn að
hreinrita í fyrsta sinn þrjúhundruð blaðsíður af þeirri bók (síðla árs 1952?),
þegar ,,Gvuð“ tekur fram fyrir hendurnar á honum og lætur hann hyrja
á bókinni um lillu Heggu, eins og lýst er í tveimur ógleymanlegum köflum
í Sálminum (93 og 94). Við Steinana hefur Þórbergur tekið til á ný eftir að
Sálmurinn um blómið er fullritaður og koma þeir út árið eftir að síðara
bindi Sálmsins var prentaÖ. En sannarlega var sú ráðstöfun snjöll, hvaða
öfl sem réðu ráðum, að fá meistaranum lítiÖ harn til fylgdar eftir að hann
hafði um langa hríð haft að förunaut öldunginn Árna Þórarinsson.
Stíll og frásagnaraðferð Þórhergs tekur mjög miklum breytingum frá
því hann lætur „framhald Ofvitans“ fyrir róða og þar til hann leggur frá
ser pennann í fjórðu bók 1 Suðursveit. Verður hér að láta nægja að drepa á
hiein atriði. f fyrsta lagi er óhætt að segja að Þórbergur hafi sigrazt á
þeim freistingum til að skrifa „artistískan" stíl sem kunna að hafa sótt á
þann um hríð, víst einkum um það leyti og upp úr því er hann ritaði
Islenzkan aðal. Ekki er að efa að samstarfiÖ við séra Árna hefur vísað
honum leiðina burt frá slíkum breyskleikum, en minnast verður þess að
Þórbergi hefur orðið tíðhugsað um fagurfræðileg og stílfræðileg efni síð-
ustu árin áður en hann fer að starfa með séra Árna. Má í því sambandi
benda á frásögnina „Vatnadagurinn mikli“ sem prentuð var 1943 og
lítur út eins og vísvitandi tilraun til að ná sem 'hreinustum tónum og sem
tærustum litum úr málinu, alveg í samræmi við setningu Gorkís: „Þið
verðið að læra að skrifa um fólkiÖ og lífið þannig, að hvert orð syngi og glitri,
svo að hver setning máli skýrt og lifandi fyrir lesandanum nákvæmlega
það, sem þið vilduÖ segja, án þess að viðhafa ónauðsynleg orð.“ Þessa
setningu birtir Þórbergur í Rauðu hættunni55 og vitnar til hennar ærið oft
síðan, þannig að vel má skilja hvert stíllegt stefnumið hans hefur verið.
En ef til vill má kveða svo að orði, að um sinn hafi Þórbergur lagt öllu
tneiri áherzlu á að segja sem allra nákvæmast og fyllst það sem hann vildi
segja heldur en hitt, að forðast „ónauðsynleg orð“. Annað ritkorn Þórbergs
her að nefna hér, en það er „Einum kennt - öðrum bent“,r’° og er það nú
orðið mjög frægt; og loks ritdóminn um ævisögu Theódórs Friðrikssonar,
f verum.57 í öllum þessum ritgerðum er Þórbergur að benda og kenna og
sýna um leiÖ hvernig kenningu hans verður bezt beitt. Og má segja að
í fi'ásagnarhætti og málfari séra Árna hafi Þórbergur hitt fyrir nokkrar
þaer stíleigindir sem hann leitaði sjálfur: alveg eðlilegan stíl, og persónu-
^egan án tilgerðar og án expressíónistiskra öfga, en þróttmikinn og hittinn.