Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 29
andvari ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 27 til við Steinarnir tala, og getur hann þess að hann hafi verið búinn að hreinrita í fyrsta sinn þrjúhundruð blaðsíður af þeirri bók (síðla árs 1952?), þegar ,,Gvuð“ tekur fram fyrir hendurnar á honum og lætur hann hyrja á bókinni um lillu Heggu, eins og lýst er í tveimur ógleymanlegum köflum í Sálminum (93 og 94). Við Steinana hefur Þórbergur tekið til á ný eftir að Sálmurinn um blómið er fullritaður og koma þeir út árið eftir að síðara bindi Sálmsins var prentaÖ. En sannarlega var sú ráðstöfun snjöll, hvaða öfl sem réðu ráðum, að fá meistaranum lítiÖ harn til fylgdar eftir að hann hafði um langa hríð haft að förunaut öldunginn Árna Þórarinsson. Stíll og frásagnaraðferð Þórhergs tekur mjög miklum breytingum frá því hann lætur „framhald Ofvitans“ fyrir róða og þar til hann leggur frá ser pennann í fjórðu bók 1 Suðursveit. Verður hér að láta nægja að drepa á hiein atriði. f fyrsta lagi er óhætt að segja að Þórbergur hafi sigrazt á þeim freistingum til að skrifa „artistískan" stíl sem kunna að hafa sótt á þann um hríð, víst einkum um það leyti og upp úr því er hann ritaði Islenzkan aðal. Ekki er að efa að samstarfiÖ við séra Árna hefur vísað honum leiðina burt frá slíkum breyskleikum, en minnast verður þess að Þórbergi hefur orðið tíðhugsað um fagurfræðileg og stílfræðileg efni síð- ustu árin áður en hann fer að starfa með séra Árna. Má í því sambandi benda á frásögnina „Vatnadagurinn mikli“ sem prentuð var 1943 og lítur út eins og vísvitandi tilraun til að ná sem 'hreinustum tónum og sem tærustum litum úr málinu, alveg í samræmi við setningu Gorkís: „Þið verðið að læra að skrifa um fólkiÖ og lífið þannig, að hvert orð syngi og glitri, svo að hver setning máli skýrt og lifandi fyrir lesandanum nákvæmlega það, sem þið vilduÖ segja, án þess að viðhafa ónauðsynleg orð.“ Þessa setningu birtir Þórbergur í Rauðu hættunni55 og vitnar til hennar ærið oft síðan, þannig að vel má skilja hvert stíllegt stefnumið hans hefur verið. En ef til vill má kveða svo að orði, að um sinn hafi Þórbergur lagt öllu tneiri áherzlu á að segja sem allra nákvæmast og fyllst það sem hann vildi segja heldur en hitt, að forðast „ónauðsynleg orð“. Annað ritkorn Þórbergs her að nefna hér, en það er „Einum kennt - öðrum bent“,r’° og er það nú orðið mjög frægt; og loks ritdóminn um ævisögu Theódórs Friðrikssonar, f verum.57 í öllum þessum ritgerðum er Þórbergur að benda og kenna og sýna um leiÖ hvernig kenningu hans verður bezt beitt. Og má segja að í fi'ásagnarhætti og málfari séra Árna hafi Þórbergur hitt fyrir nokkrar þaer stíleigindir sem hann leitaði sjálfur: alveg eðlilegan stíl, og persónu- ^egan án tilgerðar og án expressíónistiskra öfga, en þróttmikinn og hittinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.