Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 155
ANDVARI
ÚR ENDURMINNINGUM SYSTUR CLEMENTIU
153
Elzta kapellan. Síðar franskt sjúkraskýli og leikfimishús Landakotsskólans. Rifið 1929.
dönsku. Oft á dag var barið að dyrum til þess að spyrja um lækninn, en
þannig ávarpaði fólkið systur Elísabethu, sem kom til Islands 17. marz 1897.1
Þegar hún hafði hjálpað einhverjum, heyrðum við, að sagt var: ,,Guð blessi
yður.“
Dag einn kom gamall fátæklingur og bað um matarbita. Veslings maður-
inn skalf af kulda og vissi naumast, hvernig hann átti að þakka okkur. Litlu
síðar urðum við þess varar, að hann gekk tvisvar umhverfis húsið. Hann
staðnæmdist við hvern glugga, gerði krossmark titrandi hendi og sagði hverju
sinni: ,,Guð blessi þær.“ Við síðasta gluggann sagði hann hátt og snjallt:
,,Guð blessi allar nunnurnar í Landakoti.“ Ef til vill eigum við þessu fátæka
fólki að þakka, hversu Drottinn hefur leyst úr öllum okkar vanda. Já, við
fundum fljótt, að þetta fjarlæga trúboð okkar langt úti við Dumbshaf gat
ekki orðið til og dafnað án alls kyns skorts og erfiðleika.
En þetta fékk ekki mikið á okkur. Við minnumst enn daganna, þegar
systir Thekla þraukaði á hnjánum fyrir framan olíuvélina á stólnum með
skaftpott í hendinni til þess að búa til einn matarskammt í einu handa hverri
okkar fjögurra systra. Og svo var það líka, þegar við vorum að þvo og strjúka
þvottinn. Við höfðum ekkert þvottahús og urðum þess vegna að nota litla
1 • Systir Elísabeth fæddist í Jbbenbúrren, smábæ einum í Westfalen í Þýzkalandi, árið 1863.
Gekk í reglu St. Jósefssystra og vann klausturheit sitt árið 1887. Hún kom hingað til lands
arið 1897 og stundaði hjúkrun einkum á Fáskrúðsfirði. Systir Elísabeth andaðist í Óðinsvéum
árið 1929.