Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 104
102
ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON
ANDVARI
fjöll og firnindi og svelgja þar í lungun tært fjallaloftið, stundum kryddað un-
aðsilmi af safaríkum lynggróðri. Þessa íþrótt fékk Sigurður óspart að þreyta
í Kalmanstungu. Stórsmalamennskur þar á bæ voru ekkert smástúss í námunda
við túnfótinn. Sauðir Stefáns bónda leituðu snemma vors inn á reginvíðáttu
Kalmanstungulands, jafnvel inn á fornar slóðir Fjalla-Eyvindar. Það er mikil
íþrótt að þreyta þolhlaup við ljónstygga sauði, lítt hrifna af því að vera fyrir-
varalaust ónáðaðir af smalanum í fjallafrelsinu og það í gróðursælum lautum
og hraunbollum inni við Reykjavatn. Við þessa athöfn tengdust því ánægju-
lega saman nytsöm iðja í þágu bóndans og áreynsla, sem gjörði líkamann fjaður-
magnaðan og stæltan.
I ofanálag bættist svo það, að smalamennska um víðerni Kalmanstungu
hlaut jafnframt að vera hrífandi skemmtiganga fyrir mann með skarpskyggni
Sigurðar og næmt listamannsskyn, því að segja má með sanni, að þar sé náttúru-
fegurð og fjölbreytni í landslagi þess eðlis, að þar brosi við göngumanninum
nálega við hvert fótmál ýmis stórbrotin eða smágerð listaverk náttúrunnar,
sem laða og lokka lengra og lengra inn í fjallaauðnina, svo að ný og ný hrifn-
ingaralda fer um hugann og fegrar tilveruna.
Og það var önnur útiíþrótt, sem Sigurður iðkaði mikið vor og haust á Kal-
manstunguárum sínum. Hún á það sameiginlegt með þeirri fyrrnefndu, að
enn á okkar dögum er hún ein allra vinsælasta tilbreyting og endurnæring
starfsorku þeirra, sem annars hafa skyldustörfum að gegna innan fjögurra
veggja nema aðeins í sumarleyfum eða um helgar.
Það var föst venja í Kalmanstungu að stunda silungsveiði í veiðisælum
vötnum inni á Arnarvatnsheiði vor og haust og draga á þann hátt holla og
mikla björg í bú. Þetta þótti vinnumönnum með karlmennskudug eftirsóknar-
verð tilbreyting frá hversdagsönnum heima fyrir. í þessum veiðiferðum var
Sigurður sjálfs sín herra inni á ævintýralöndum, þar sem skáldfákur hans gat
ótruflaður tekið margt fjörsporið, og því varð hann léttari í taumunum og mikl-
um mun þjálli en ella á langferðaleiðum framundan. Þarna í auðninni var ákjós-
anlegt svigrúm til að láta hugann reika víða, blaða í bók minninganna og hlusta
í næði á raddir náttúrunnar sér til unaðssemda. Hinu má þó sízt gleyma, að
veiðiferðir þessar reyndu tíðum á karlmennsku og þrautseigju, ef veður voru
válynd. En einnig að því leyti voru þær þroskandi og eftirminnilegar. Veiði-
menn á Arnarvatnsheiði urðu að vera við því búnir að fara ekki að blása í kaun
þar efra, þótt skyndilega kulaði og frysti og svanasöngur nljóðnaði um stund.
Það varð hlutskipti Sigurðar Eiríkssonar síðar á ævinni að sýna og sanna, að
hann væri enginn amlóði sem ræðari á fiskiskipum. Ef hann hefði ekki verið
búinn að stunda þessa íþrótt talsvert á smákænum á vötnum Arnarvatnsheið-
ar, hefði þrautæfðum róðrargörpum við sjóinn fundizt tilburðirnir harla við-
vaningslegir, er þangað kom og til áranna skyldi taka.
Á þeim tíma, er hér um ræðir, voru (eins og margir vita) feikilega marg-
þætt verkefni, sem kölluðu sí og æ að á bóndabæjum, eigi sízt á stórum og