Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 104
102 ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON ANDVARI fjöll og firnindi og svelgja þar í lungun tært fjallaloftið, stundum kryddað un- aðsilmi af safaríkum lynggróðri. Þessa íþrótt fékk Sigurður óspart að þreyta í Kalmanstungu. Stórsmalamennskur þar á bæ voru ekkert smástúss í námunda við túnfótinn. Sauðir Stefáns bónda leituðu snemma vors inn á reginvíðáttu Kalmanstungulands, jafnvel inn á fornar slóðir Fjalla-Eyvindar. Það er mikil íþrótt að þreyta þolhlaup við ljónstygga sauði, lítt hrifna af því að vera fyrir- varalaust ónáðaðir af smalanum í fjallafrelsinu og það í gróðursælum lautum og hraunbollum inni við Reykjavatn. Við þessa athöfn tengdust því ánægju- lega saman nytsöm iðja í þágu bóndans og áreynsla, sem gjörði líkamann fjaður- magnaðan og stæltan. I ofanálag bættist svo það, að smalamennska um víðerni Kalmanstungu hlaut jafnframt að vera hrífandi skemmtiganga fyrir mann með skarpskyggni Sigurðar og næmt listamannsskyn, því að segja má með sanni, að þar sé náttúru- fegurð og fjölbreytni í landslagi þess eðlis, að þar brosi við göngumanninum nálega við hvert fótmál ýmis stórbrotin eða smágerð listaverk náttúrunnar, sem laða og lokka lengra og lengra inn í fjallaauðnina, svo að ný og ný hrifn- ingaralda fer um hugann og fegrar tilveruna. Og það var önnur útiíþrótt, sem Sigurður iðkaði mikið vor og haust á Kal- manstunguárum sínum. Hún á það sameiginlegt með þeirri fyrrnefndu, að enn á okkar dögum er hún ein allra vinsælasta tilbreyting og endurnæring starfsorku þeirra, sem annars hafa skyldustörfum að gegna innan fjögurra veggja nema aðeins í sumarleyfum eða um helgar. Það var föst venja í Kalmanstungu að stunda silungsveiði í veiðisælum vötnum inni á Arnarvatnsheiði vor og haust og draga á þann hátt holla og mikla björg í bú. Þetta þótti vinnumönnum með karlmennskudug eftirsóknar- verð tilbreyting frá hversdagsönnum heima fyrir. í þessum veiðiferðum var Sigurður sjálfs sín herra inni á ævintýralöndum, þar sem skáldfákur hans gat ótruflaður tekið margt fjörsporið, og því varð hann léttari í taumunum og mikl- um mun þjálli en ella á langferðaleiðum framundan. Þarna í auðninni var ákjós- anlegt svigrúm til að láta hugann reika víða, blaða í bók minninganna og hlusta í næði á raddir náttúrunnar sér til unaðssemda. Hinu má þó sízt gleyma, að veiðiferðir þessar reyndu tíðum á karlmennsku og þrautseigju, ef veður voru válynd. En einnig að því leyti voru þær þroskandi og eftirminnilegar. Veiði- menn á Arnarvatnsheiði urðu að vera við því búnir að fara ekki að blása í kaun þar efra, þótt skyndilega kulaði og frysti og svanasöngur nljóðnaði um stund. Það varð hlutskipti Sigurðar Eiríkssonar síðar á ævinni að sýna og sanna, að hann væri enginn amlóði sem ræðari á fiskiskipum. Ef hann hefði ekki verið búinn að stunda þessa íþrótt talsvert á smákænum á vötnum Arnarvatnsheið- ar, hefði þrautæfðum róðrargörpum við sjóinn fundizt tilburðirnir harla við- vaningslegir, er þangað kom og til áranna skyldi taka. Á þeim tíma, er hér um ræðir, voru (eins og margir vita) feikilega marg- þætt verkefni, sem kölluðu sí og æ að á bóndabæjum, eigi sízt á stórum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.