Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 121
ANDVARI
ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD
119
vinnur að rannsókn heimakennslunnar íslenzku, en hann vakti athygli ritstjóra
Andvara á riti Kjærs og sendi hingað upplýsingar um hann eftir Roar Skov-
mand, sem stuðzt hefur verið við í inngangsorðum þessum.
Myndir þær, sem hér eru birtar, voru valdar úr myndum, sem Holger Kjær
tók á ferð sinni um Island 1929, en börn hans hafa nýlega gefið Þjóðminjasafni
Islands kost á myndum, gerðum eftir frummyndum Kjærs, og er stuðzt við þær
eftirmyndir hér.
I
Markmið rannsóknarinnar
Þegar uppeldismál bar á góma í hópi
frískólamanna hér áður fyrr, var alloft
vitnað til íslenzku heimilisfræðslunnar.
Fæstir gerðu sér rétta hugmynd um eðli
hennar, en einstaka maður kunni þar
þó glögg skil á. Á það fyrst og fremst
við um hinn ágæta danska skólafrömuð,
Ludvig Christian Míiller. Á unga aldri
dvaldist hann hálft annað ár á íslandi,
1832-33, og við heimkomuna birti hann
fjörlegar greinar um íslenzk uppeldis-
mál. Hann segir, að það hafi vakið furðu
sína, hve íslendingar stóðu á háu menn-
ingarstigi, ek'ki einungis ákveðnar stétt-
ir, heldur allur almenningur og vinnu-
fólk. Það er ekki siðfágunin, sem ein-
kennir Islendinga, „á því sviði standa
þeir að baki hinum svokölluðu menn-
ingarþjóðum, heldur sönn menning, stað-
góð þekking og heilbrigðar skoðanir.“
Forsenduna fyrir þessu telur hann fyrst
og fremst vera þá, að heimilin annast
uppeldið að öllu leyti.
„Á íslandi er lýðmenningin engin
vermihússjurt - það getur hún senni-
lega hvergi orðið - heldur voldugt tré,
sem stendur jafnt sumar sem vetur und-
ir berum himni og hlýtur aðeins þá um-
hirðu, sem veitt er af áhuga og endur-
gjaldslaust."
Unglingarnir hjálpuðu til á sveita-
heimilunum eða stunduðu sjóinn með
þeim eldri.
„Jafnskjótt og kraftarnir leyfa,
spreyta þeir sig á sveitavinnu eða sjó-
sókn og lærðu því snemma að gera gagn
og vinna fyrir sér í sveita síns andlitis.“
Þeir lærðu lestur á heimilinu og hlust-
uðu á fornar sögur, sem á Islandi hafa
varðveitzt mann fram af manni, og Is-
lendingar „lifa í gamla tímanum, all-
sendis ólíkt því sem þekkist á megin-
landinu. Þeir vita allt um ætt sína og
stæra sig af eða skammast sín fyrir for-
feðurna.“
Sú rannsókn, sem gerð verður grein
fyrir hér á eftir, var gerð í þeim tilgangi
að kynnast því, sem Ludvig Christian
Muller talar um. Ég tók mér því ferð á
hendur sumarið 1929 og dvaldist á Is-
landi í fjóra mánuði. Ég fór ríðandi
hringinn í kringum landið og leitaði
uppi fólk, sem gat frætt mig um heim-
ilisfræðsluna, sem enn er við lýði á
nokkrum stöðum. Ennfremur reyndi ég
að afla mér upplýsinga um ástandið
eins og það var, meðan engir skólar
voru til í landinu. í Reykjavík hitti ég
ýmsa menn, sem höfðu áhuga á málinu
og hjálpuðu mér að undirbúa ferðina.
Þeir lýstu aðstæðum í stórum dráttum
og bentu mér á fólk víðs vegar um land,
sem ég hefði gagn af að hitta. Þegar ég
hafði áttað mig á hlutunum, lagði ég af
stað.
Ég tók mér far með strandferðaskipi
til Akureyrar, keypti þar tvo hesta og
reið austur að Mývatni. Þar kom ég á