Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 127

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 127
ANDVARI ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD 125 sjálfir, og fjölbreytnin jók á andlega ánægju starfshópsins í heild. A sumrin unnu menn aðallega úti við. Hestum, kúm og kindum var hleypt út eins snemma og unnt var, stungið var út úr fjárhúsunum, sauðataðið klofið í flögur, er breiddar voru til þerris og síðan notaðar sem eldiviður. Á vorin var borin mykja og hrossatað á túnin, og í júlí hófst slátturinn, sem stóð fram í septemberlok. Þá var farið á fjall, fénu smalað og rekið heim í réttir. Síðan hófst sláturtíðin, sem reyndi mjög á konurnar, því að þær þurftu að gera slátur og ganga vel frá öllum matarforðanum til vetrarins. Á vetrum var líka nóg að gera. Kven- fólkið var önnum kafið við heimilisstörf og handavinnu, og karlmennirnir þurftu að hugsa um skepnurnar og hjálpa til við tóskapinn. Fram að jólum kepptust karlar, konur og unglingar við að prjóna sokka til þess að leggja inn í verzlun- ina, svo að hægt yrði að greiða jóla- varninginn hjá kaupmanninum í desem- ber eða janúar. Þegar búið var að spinna næga ull, var farið að vefa, og kom það starf oft í hlut karlmannsins. Þeir kembdu líka ullina stundum handa kon- unum, sem spunnu á kvöldin, þegar allir voru samankomnir í baðstofunni. Einmitt vegna þess hve gamla heimil- ið var traust í sniðum, gat það tekið við tneiru en heimilin nú á dögum. Fjöl- skyldan - foreldrar og börn - bjó þar ekki ein. Á stóru búi voru iðulega 3-4 vinnumenn og álíka margar vinnukonur, auk gamalmenna, afa eða ömmu og aldraðra vinnuhjúa, svo að ekki var ótítt, að um 20 manns væru í heimili og stundum fleiri. Vitanlega hefur ekki ávallt ríkt ein- drægni í svo þröngu sambýli. Ástæðan fyrir því hve hjúin urðu samt sem áður hænd að fjölskyldunni var fyrst og fremst sú, hve lengi þau dvöldust á sama heimilinu. Á stóru prestsetri í Reyðar- firði bjuggu fyrir tveimur mannsöldrum 28 manns: prestshjónin, 4 börn, 5-6 vinnukonur og jafnmargir vinnumenn og nokkur gömul hjú, þ. á m. ráðskona, sem hafði dvalizt á prestssetrinu í 28 ár og lauk þar ævi sinni. Önnur gömul kona hafði verið á heimilinu þangað til hún giftist, og þegar hún varð ekkja um sjötugt, dvaldist hún þar í fimm ár, eða þangað til heimilið leystist upp við and- lát prestsins. Sú þriðja kom þangað á fyrstu búskaparárum prests og var í 35 ár, eða þar til er hún dó; hún var heilsu- laus og lá lengi í rúminu og prjónaði. Hún var próventukerling, sem prestur varð að sjá fyrir. Þarna bjó líka gamall maður, sem hafði þann starfa að hreinsa æðardúninn og verið hafði þar í tíð þriggja presta, í um það bil 40 ár. Ann- ar vinnumaður hafði verið á prestssetr- inu í 9 ár, og heimildarmaður minn, dótt- ir prestsins, mundi vel eftir honum, því að hann hafði svo góða rödd og var dug- legur að kveða rímur. Hann kvæntist og kom aftur, þegar hann missti kon- una, staldraði við í þrjú ár og fluttist síðan annað. Loks minntist hún vinnu- manns, sem var yngri en hinir, en var einnig lengi hjá þeim; hann kom á heim- ilið 14 ára gamall og bjó þarna í ein 15-20 ár. Þá fór hann burt, en varð seinna úti á heiðinni. Þannig voru nærri alltaf fleiri eða færri gamalmenni á stærri heimilum. Sum þeirra höfðu gefið bóndanum eigur sínar með því skilyrði, að hann æli önn fyrir þeim; en þeir voru víst færri. Hreppurinn greiddi fyrir suma, og aðr- ir voru gustukamenn, einkum vinnu- fólk sem hafði dvalizt lengi á sama stað. Aðbúnaður þessara gamalmenna var sjálfsagt misjafn, en flestum mun hafa liðið sæmilega. Þau sýsluðu við sitt af hverju og gerðu gagn, og eignuðust í staðinn heimili, þar sem auðveldara var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.