Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 145
ANDVARI
ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD
143
líða, þegar við hímdum þarna skjálfandi,
sugum upp í nefið og reyndum að verj-
ast gráti, kyngdum tárunum, svo að
gráturinn næði ekki tökum á
ok'kur. Þegar mest gekk á, rákum við
kindurnar heimleiðis undir einhverju
yfirskini og smeygðum okkur í húsa-
skjól. Þetta gat gengið, þegar maður var
heima hjá sér, en það var ekki eins
auðvelt hjá vandalausum, þar sem mað-
ur vildi heldur þola alla heimsins vosbúð
en láta húsbændurna eða heimilisfólkið
brigzla sér urn aumingjaskap. Smalinn
á líka sitt stolt og sinn heiður að verja.“
Smalinn hafði einkum í mörgu að
snúast um sauðburðinn.
,,Hann var oftast í maí. Ef vorið var
hlýtt og þurrt, gekk allt vel. En íslenzka
vorið er duttlungafullt. Fyrir norðan,
þar sem ég ólst upp, var oft snjór og
næturfrost um þetta leyti árs að
ógleymdri rigningunni. Nýfædd lömb
þola ekki hráslagaregn, og við urðurn að
gaeta þeirra vel svo á nóttu sem degi.
Ótal sinnum hef ég þurft að troða M-
um vesaling undir blautu peysuna mína
til að verma hann við barminn, meðan
regnið dundi á okkur. Þegar þannig
stóð á, átti ég að bera lömb heim í
húsaskjól. Stundum elti ærin okkur um-
svifalaust, en stundum stakk hún við
fótum á miðri leið og hljóp þangað, sem
hún hafði borið. Þá var ekki um annað
að ræða en snúa við og reyna að lokka
hana með sér með því að jarma eins og
lamb. Það gaf oft góða raun, en oft hef
ég staðið skælandi og jarmandi á víxl
með dauðvona lamb í fanginu og strítt
við þráann í rollunni. Já, smalastarfið
var ekkert grín, en það var alls ekki
sem verst - maður vandist erfiðleikun-
um og slapp furðanlega vel frá þeim.“
Smalalífið var börnunum ekki aðeins
harður skóli. íslendingar eru í nánari
tengslum við náttúruna en flestar aðrar
þjóðir, og er það ekki sízt að þakka
samlífi unglinganna við dýrin og hina
stórfenglegu náttúru landsins, sem í hug-
um þeirra var ekki steinrunnin, heldur
lifandi ævintýraheimur. Skagfirzkur