Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 161
ANDVARI
ÚR ENDURMINNINGUM SYSTUR CLEMENTIU
159
Gamla timburkirkjan, reist 1897. Nú leikfimishús íþróttafélags Reykjavíkur.
Fort Philippe í Frakklandi. Ráðgert er, að nýir kirkjubekkir, skriftarstóll,
skírnarfontur og krossgöngumyndir komi síðar, smátt og smátt.
Flinn 9. júlí 1901 lagði hans herradómur Johannes von Euch biskup af
stað til íslands með gufuskipinu Lauru til þess að vísitera og ferma hjá litla
söfnuðinum okkar. Biskupinn hefur áður komið til Færeyja og íslands og var
þess vegna vel kunnugur öllum staðháttum hins fjarlæga eylands. Hann var
þá prestur, en hefur jafnan síðan haft mikinn áhuga á málefnum landsins.
Heimsókn hans að þessu sinni var á vissan hátt sögulegur atburður, því að
þetta var í fyrsta sinn eftir siðaskipti, að kaþólskur biskup kom hingað til
lands til þess að framkvæma opinberar kirkjulegar athafnir.
I fylgd með hans herradómi var séra Kirchberger preláti og kórsbróðir frá
Múnchen í Þýzkalandi, fornvinur biskupsins. Hann hafði látið í ljós ósk um
að fá að kynnast hinu stórbrotna eylandi og fornri menningararfleifð þess.
Með biskupi var einnig Josef von Stollberg greifi frá Westheim í Westfalen,
Þýzkalandi. Vegna veðurs seinkaði Lauru um einn dag, og kom hún ekki í
Reykjavíkurhöfn fyrr en laugardagskvöldið, 20. júlí.
Þrátt fyrir erfiða sjóferð var biskupinn glaður og reifur, þegar hann steig
á íslenzka grund. Þetta kom sér vel, því að hann átti mikið starf fyrir höndum
þá fimm daga, sem hann gat verið á íslandi. Við komuna fögnuðu honum
prestarnir okkar, séra Schreiber og séra Klemp, svo og fulltrúar safnaðarins.
Daginn eftir, sunnudagsmorgun klukkan 9, las biskupinn hátíðarmessu ásamt