Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 22
20
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
VIII
Þegar Þórbergur Þórðarson tók til við lslenzkan aðal árið 1935 eða 6, þá
gerði hann raunar ekki annað en snúa aftur til verkefnis sem hann hafði
verið að eiga við uppúr 1920. Hn eftir að hann leggur nú „framhald
Ofvitans“ til hliðar kemur hann ekki framar svo heitið geti að þessu Unu-
húss-temi sem hann hafði velt fyrir sér fram og aftur með nokkrum hléum
hátt í aldarfjórðung. Þannig verða mikil þáttaskil í lífi hans og höfundar-
starfi í upphafi árs 1943.
Þessi þáttaskil nrarkast af samstarfi Þórbergs og séra Arna Þórarinsson-
ar. Árni Hallgrimsson kallar þau „eina endurfæðinguna enn“. „Arni prófast-
ur verður honum íslenzkur yogi, íslenzkur meistari. . ,“'!4 Það er raunar engu
líkara en Þórbergur hafi verið að bíða þessa „yoga“, óvissan unr áframhald
verks hans um þessar mundir verið forboði að komu meistarans! Það er líkt
og einhverskonar gerjun hafi verið í gangi í persónuleika hans. Skyldi vera
leyfilegt að kveða svo að orði að þá hafi farið síðustu leifarnar af gálga-
húmornum?
Á því skeiði sem nú hefst (það mætti kalla síðasta skeið Þórbergs) semur
Þórbergur þrjú höfuðrit: Ævisögu Arna 'prófasts, Sálminn um blómið, og
l Suðursveit, og komu þau út í ellefu bindum á árunum 1945 til 1958, með
fjögurra ára hléi eftir að Arna sögu lýkur. Hið síðasta verk skilur hann eftir
óútkljáð, en fjórða bók þess er prentuð eftir dauða Þórbergs sem fyrr er getið.
Fram að þessu hefur höfundarstarf hans verið næsta skrykkjótt og með
óreglulegum hlutföllum ef svo mætti segja, en á þessu síðasta skeiði ríkir
jafnvægi: þrjú mikil rit sem halda til ja'fns hvert við annað.
Það er mjög sérkennilegt um veraldlegt gengi Þórbergs, að rnargir þeir
lesendur hans sem Bréf til Láru og önnur rit þar í kring öfluðu honum,
virðast hafa tekið heldur drumbslega hverju nýju riti frá hans hendi upp
frá því og að vísu ævinlega álitið síðasta rit stórum lakara því sem á undan
var komið. Væri víst hægt að rekja þetta með dæmum alveg frá íslenzkum
aðli.
Reyndar mun vera nokkuð almennt álit að sú bók hafi sérstöðu meðal
rita Þórbergs, sé skemmtilegust, aðgengilegust og laus við þá útúrdúra sem
Þórbergur varð tíðunr að þola ákúrur fyrir. Nú er auðvitað að rnargar bæk-
ur Þórbergs eru skemmtilegar, en skemmtunin með sínu rnótinu hverju
sinni svo að oft er hér urn bil ókleift að gera upp á milli. Hitt er rétt, að rit-
háttur Þórbergs hefur sjaldan verið eins fjörugur og í Islenzkum aðli, eins
frábær að margbreytni og uppfinningasemi, það er líkt og textinn korni upp
í fangið á lesandanum. Rithátturinn er svo sem eins og miðja vega milli