Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 103

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 103
ANDVARI BUGUMST EKKI, BRÆÐUR GÓÐIR - 101 vestra að lúta þeim auðmýkjandi andblæ umhverfisins, sem myrkvaði gersam- lega tilveru ungmenna, sem máttu líða undir hinu hvimleiða oki að vera niður- setningur. I huga hinna, sem betur voru settir (áttu efnaða foreldra), gat það jafnvel táknað það: að vera eitthvert afhrak veraldar. En það lán fylgdi Sigurði í umkomuleysi hans, að hann er nefndur ,,smali”, þegar hann kemur vestur í Dali, þá innan við fermingu. Við sams konar aðstæður máttu sextán ára ungl- ingar þakka fyrir og hrósa happi, ef þeir hlutu slíkt sæmdarheiti. Ekki er vitað nú, hvaða atvik lágu til þess, að 17 ára gamall hefur Sigurður vistaskipti á ný, hverfur frá Skriðukoti í Haukadal og ræðst nú að Uppkoti í Norðurárdal (í Mýrasýslu). Lönd jarðanna Uppkots og Hvassafells lágu sam- an. Kotbýlið er komið í eyði fyrir mörgum áratugum, en forðum daga var þar margt fólk til heimilis. Hjá hjónunum í Uppkoti, Jóni Einarssyni og Steinunni Jónsdóttur, vann Sigurður sleitulaust í þrjú ár að öllum venjulegum sveitastörfum. Tvö fyrstu árin eftir að Sigurður gjörðist vinnupiltur á býli þessu, bjuggu búi sínu að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð Stefán Ólafsson og kona hans Ólöf Magnús- dóttir, en þau tóku sér síðar bólfestu á höfuðbólinu Kalmanstungu, bjuggu þar í áratugi og gjörðu garðinn frægan. Þótt Grjótháls sé eins konar landamerkjalína milli Norðurárdals og Þver- árhlíðar, voru þó hæg heimatökin fyrir Sigurð að komast í kynni við Sigmund- arstaðahjónin, Stefán og Ólöfu, meðan hann átti heima í Uppkoti. Og í þá daga þótti það eftirsóknarvert í meira lagi að vera í vist á heimilum, þar sem gnægð matar var í búi og húsfreyja veitti hjúum af rausn mikilli og bóndi dró svo ríkulega að, að höfðingslund húsfreyju í veitingum til vinnuhjúa jafnt sem þurfandi gesta, sem að garði bar, naut sín til fullnustu. Hvort sem við nú veltum þessu fyrir okkur lengur eða skemur, þá er hitt fullvíst, að vorið 1860 vistast Sigurður Eiríksson, þá tvítugur að aldri, hjá nefndum hjónum í Kalmanstungu. Og hjá þeim var hann vinnumaður í sjö ár, og í Borgarfirði er hann jafnan kenndur við þann bæ. Á þessu blómaskeiði ævinnar, „meðan hamingjusól hans var hæst á lofti“, hefur Sigurður notið sín harla vel í Kalmanstungu og þroskazt á ýmsa lund. Á Kalmanstunguheimil- inu mæddi á tímaskeiði því, er hér um ræðir, gestastraumur sífelldur, þó eink- um vor og haust, þar eð bóndabær þessi var í götu ferðalanga þeirra, sem lögðu leið sína um Kaldadal og Tvídægru, ýmist á suður- eða norðurleið. Þótt vinnu- hjú hefðu yfirleitt öðrum hnöppum að hneppa í þá daga en halda að sér hönd- um og sitja inni í gestastofu á skrafi við gesti, sem að garði bar, þá fór eigi að síður ekki hjá því, að jafn fróðleiksfús maður og Sigurður var fengi ótal tækifæri til að komast í nána snertingu við glögga og fróða gesti úr fjar- lægum byggðarlögum. Þannig gat hann svalað að nokkru fróðleiksþrá sinni og víkkað sjóndeildarhringinn. En þetta var einmitt ein af valgreinum grunnskóla þeirrar tíðar. Einhver allra vinsælasta íþrótt nú á dögum er sú, að ferðast fótgangandi um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.