Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 105
ANDVARI BUGUMST EKKI, BRÆÐUR GÓÐIR - 103 myndarlegum heimilum. Og sá vinnumaður, sem var ekki fimur og fær í hverju því verki, sem kallaði að hverju sinni á bóndabænum, hann hefði vart þótt eftirsóknarverður til langframa. Brátt tók það að kvisast, eftir að Sigurður Eiríksson vistaðist í Kalmans- tungu, að hann væri hagorður í bezta lagi, og það svo, að sumar vísur hans flögruðu eigi aðeins um í nágrannabyggðinni, heldur svifu með fjaðraþyt um land allt. Framarlega í flokki ljóða hans með þessum einkennum er vísa hans: Lyngs við bing á grænni grund, glingra’ og syng við stútinn; þvinga’ eg slyngan hófahund hring í kringum Strútinn. Almúginn á landi hér hefur margoft sýnt og sannað, að hann er velfær um að greina kjarnann frá hisminu, þegar um ljóð er að ræða, finnur glögglega muninn á leirburði og list. Og þessum dómi almúgans verður ekki áfrýjað. Hér var það vissulega í og með hið dýra rím, seiðandi hljómur og hrynjandi málsins, sem gaf þessari vísu Sigurðar byr undir báða vængi. Þó hygg ég það hafi verið framar öllu öðru sú lífræna mynd, sem höfundinum lánast að draga upp áreynslulaust með öllu í fjórum ljóðlínum. Landið í sumarskrúða stendur okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Að vitum okkar berst fjallaloftið þrung- ið ilmi af gróskumiklu, safaríku lyngi. Við sjáum og heyrum í áningarstað ungan mann syngjandi af fögnuði í vordýrðinni, og tónarnir berast óraleið út í víðáttu þessarar sönghallar, sem er háreistari og svipmeiri nokkurri þeirri sönghöll, sem reist hefur verið af manna höndum. Og til þess að gefa þess- um drætti myndarinnar lífrænni blæ en ella ,,glingrar“ höfundurinn „við stútinn“. - Þetta glingur verður eins konar undirleikur, léttur og aðlaðandi á þessum vettvangi eins og á stóð. Við hljótum enn að fylgjast af vakandi áhuga með þessum glaðlega manni, þegar hann rís upp og vindur sér léttilega í söðulinn og glæðir nú reiðina um- hverfis Kalmanstungustrút, á skínandi, sjálfgjörðum reiðvegi. Okkur verður htið á tilþrif fáksins, og við hlustum á hófatökin, unz þau deyja smám saman út í fjallakyrrðinni í fjarska. Við stöndum hljóð um skeið, sannarlega þakklát höfundinum fyrir að hafa leitt okkur inn í þennan kynjasal íslenzkrar náttúru. Hlýtur það ekki að vera snjall hagyrðingur, sem er þess megnugur að draga upp í fjórum Ijóðlínum svona ljósa og hnitmiðaða mynd? Nú víkur sögunni um stund til Auðbjargar Jónsdóttur. Á manntali í Norðtungu í Þverárhlíð árið 1850 er efstur a blaði herra Jon Pétursson 39 ára. Hann var fæddur í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð og er nú sýslumaður í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Hann varð síðar háyfirdómari í Reykjavík. Kona hans var mdme Jóhanna Bogadóttir (27 ára) Benediktssonar að Staðarfelli. Þessi sýslumannshjón settu saman bú í Norðtungu vorið 1849,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.