Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 146
144
HOLGER KJÆR
ANDVAHI
prestur, sem átta ára gamall sat yfir fé
uppi í fjallshlíð, lýsir átthögum sínum,
þegar gott var veður:
„Við sáum langt út á fjörðinn og eyj-
arnar þar, Skagafjarðardalinn með ám
og vötnum og grösugt sléttlendið með
bæjum á víð og dreif. A vatni skammt
frá okkur synti mikill fjöldi svana, sem
tóku lagið á hverjum degi í góðu veðri,
í þann mund er sólin lækkaði á lofti.
Ég gleymi aldrei þessum söng, sem varð
til þess að opna eyru mín fyrir tónlist-
inni. Hvílík hljómsveit! Enginn kór hef-
ur nokkru sinni náð jafnhreinum tón-
um.“
Margir íslendingar hafa orðið fyrir
djúpum áhrifum af að vaka yfir túni,
oft ekki nema 6-8 ára gamlir, til þess að
kindur og hestar kæmust ekki í nýgræð-
inginn. Þó að næturnar væri bjartar, sá
mun á nótt og degi.
„Á daginn skein sól, og fuglarnir
sungu gleðisöngva, en nóttin var kyrr og
þögul. Söngur fuglanna hljóðnaði, blóm-
in vöfðu að sér bikarblöðin og lutu
höfði; sólin hætti að skína, en samt varð
ekki dimmt. Þannig kom nóttin, og jafn-
fögur var dagrenningin, þegar heims-
skautssólin varpaði geislum sínum yfir
fjöll og dali, þokan sveif á braut og fugl-
arnir fóru aftur að syngja.“
Sá sem hefur kynnzt íslenzkri náttúru,
skilur, hvaða þátt smalamennskan og
ekki sízt vökunæturnar hafa átt í að
þroska skáldgáfu Islendinga. Barnið
kynntist skáldskapnum í náttúrunni.
Barnseðlið var opið fyrir öllu, sem lifði
og hrærðist undir berum himni, og í ein-
verunni bergmáluðu áhrifin sem það
varð fyrir og grófu sig inn í vitund þess.
Ur brotasilfri hversdagsleikans og dul-
rænu ævintýrsins skapaði ímyndunarafl
barnsins síðan nýja veröld í samræmi við
hina voldugu náttúru, sem það hrærð-
ist í.
En smalamennskan var þó fyrst og
fremst vinnuskóli eins og önnur störf,
sem unglingarnir tóku þátt í á heimil-
inu, liður í starfsmenntun, þar sem börn
og unglingar lærðu smátt og smátt að
rækja þau störf, er biðu þeirra í fram-
tíðinni. Þótt þau fengju ekki bein not
af þessari þekkingu síðar meir, höfðu
heimilisstörfin mikið uppeldisgildi, eins
og við munum sýna fram á. Sveitastörf-
in voru mjög fjölþætt, hvort sem börn
eða fullorðnir áttu í hlut, og þess vegna
afar þroskandi, og þótt vinnan væri
oft erfið, var hún aldrei sljóvgandi sök-
um árstíðasveiflnanna.
Vinnuuppeldi heimilanna er ekkert
séríslenzkt fyrirbæri, heldur var það
alþekkt fyrrum einnig annars staðar á
Norðurlöndum. Það svarar og til þeirra
hugmynda, sem Grundtvig gerði sér um
heilbrigt barnauppeldi. í ritinu „Um
vísindasamstarf Norðurlanda“ ber hann
fram þá ósk, „að allir drengir fengju
að alast sem mest upp í átthögum sínum
og úti í guðs grænni náttúrunni í lifandi
tengslum við fólk, sem kenndi þeim ein-
hverja þarflega iðju, svo að jafnvel þeir,
sem betur virtust fallnir til andlegra
starfa, gætu einnig lært að taka til
hendi.“ Þetta var einmitt það sem gerð-
ist á Islandi og áður fyrr einnig með
öðrum norrænum þjóðum. Grundtvig
dreymdi um að endurvekja gamlar,
norrænar uppeldisaðferðir, sem ein-
kenndust ekki af uppeldisstofnunum,
heldur námi í skóla lífsins, þar sem
heimili og foreldrar bjuggu unglingana
undir atvinnulífið, kenndu þeim að
vinna fyrir mat sínum og rækja skyldur
sínar.