Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1981, Qupperneq 146

Andvari - 01.01.1981, Qupperneq 146
144 HOLGER KJÆR ANDVAHI prestur, sem átta ára gamall sat yfir fé uppi í fjallshlíð, lýsir átthögum sínum, þegar gott var veður: „Við sáum langt út á fjörðinn og eyj- arnar þar, Skagafjarðardalinn með ám og vötnum og grösugt sléttlendið með bæjum á víð og dreif. A vatni skammt frá okkur synti mikill fjöldi svana, sem tóku lagið á hverjum degi í góðu veðri, í þann mund er sólin lækkaði á lofti. Ég gleymi aldrei þessum söng, sem varð til þess að opna eyru mín fyrir tónlist- inni. Hvílík hljómsveit! Enginn kór hef- ur nokkru sinni náð jafnhreinum tón- um.“ Margir íslendingar hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af að vaka yfir túni, oft ekki nema 6-8 ára gamlir, til þess að kindur og hestar kæmust ekki í nýgræð- inginn. Þó að næturnar væri bjartar, sá mun á nótt og degi. „Á daginn skein sól, og fuglarnir sungu gleðisöngva, en nóttin var kyrr og þögul. Söngur fuglanna hljóðnaði, blóm- in vöfðu að sér bikarblöðin og lutu höfði; sólin hætti að skína, en samt varð ekki dimmt. Þannig kom nóttin, og jafn- fögur var dagrenningin, þegar heims- skautssólin varpaði geislum sínum yfir fjöll og dali, þokan sveif á braut og fugl- arnir fóru aftur að syngja.“ Sá sem hefur kynnzt íslenzkri náttúru, skilur, hvaða þátt smalamennskan og ekki sízt vökunæturnar hafa átt í að þroska skáldgáfu Islendinga. Barnið kynntist skáldskapnum í náttúrunni. Barnseðlið var opið fyrir öllu, sem lifði og hrærðist undir berum himni, og í ein- verunni bergmáluðu áhrifin sem það varð fyrir og grófu sig inn í vitund þess. Ur brotasilfri hversdagsleikans og dul- rænu ævintýrsins skapaði ímyndunarafl barnsins síðan nýja veröld í samræmi við hina voldugu náttúru, sem það hrærð- ist í. En smalamennskan var þó fyrst og fremst vinnuskóli eins og önnur störf, sem unglingarnir tóku þátt í á heimil- inu, liður í starfsmenntun, þar sem börn og unglingar lærðu smátt og smátt að rækja þau störf, er biðu þeirra í fram- tíðinni. Þótt þau fengju ekki bein not af þessari þekkingu síðar meir, höfðu heimilisstörfin mikið uppeldisgildi, eins og við munum sýna fram á. Sveitastörf- in voru mjög fjölþætt, hvort sem börn eða fullorðnir áttu í hlut, og þess vegna afar þroskandi, og þótt vinnan væri oft erfið, var hún aldrei sljóvgandi sök- um árstíðasveiflnanna. Vinnuuppeldi heimilanna er ekkert séríslenzkt fyrirbæri, heldur var það alþekkt fyrrum einnig annars staðar á Norðurlöndum. Það svarar og til þeirra hugmynda, sem Grundtvig gerði sér um heilbrigt barnauppeldi. í ritinu „Um vísindasamstarf Norðurlanda“ ber hann fram þá ósk, „að allir drengir fengju að alast sem mest upp í átthögum sínum og úti í guðs grænni náttúrunni í lifandi tengslum við fólk, sem kenndi þeim ein- hverja þarflega iðju, svo að jafnvel þeir, sem betur virtust fallnir til andlegra starfa, gætu einnig lært að taka til hendi.“ Þetta var einmitt það sem gerð- ist á Islandi og áður fyrr einnig með öðrum norrænum þjóðum. Grundtvig dreymdi um að endurvekja gamlar, norrænar uppeldisaðferðir, sem ein- kenndust ekki af uppeldisstofnunum, heldur námi í skóla lífsins, þar sem heimili og foreldrar bjuggu unglingana undir atvinnulífið, kenndu þeim að vinna fyrir mat sínum og rækja skyldur sínar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.