Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 9
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
7
ur 1906: fær „allt í einu" náttúru til kvenna, tnissir stærðfræðigáfuna og
fer að yrkja; en sjötta endurfæðingin 1933: „endurfæðist skýrt og skorinort
úl ritstarfa". „Endurfæðingarkronikuna“ á auðvitað ekki að taka mjög
alvarlega, enda eru endurfæðingarnar misjafnlega örlagaríkar. Til marks um
þetta, ef þurfa þætti, er til dæmis það að nokkuð skortir á að Þórbergi beri
ævinlega saman við sjálfan sig urn tímasetningu og fjölda endurfæðing-
anna. I bréfi frá 1926 segir þannig að fyrsta endurfæðing hafi snortið hann
á Skólavörðustíg 10 í október 1911. f þ essu bréfi er einnig lýst endurfæð-
mgu á útmánuðum 1926 og er talin hin fjórða í röðinni. Hvorugt er þetta
t samræmi við „Endurfæðingarkronikuna", og er þá ljóst að ekki er sú
fræði nákvæm.
Þrátt fyrir þetta verður að viðurkenna að sumar „endurfæðingarnar"
veita oss vísbendingu um nokkur helztu áhugamál og ástríður Þórbergs,
og má, ef með gát er farið, lesa nokkra áfanga lífs hans út úr þessari
„kroniku".
Artalið 1913 markar til dæmis upphaf nýs tímabils í ævi Þórbergs; urn
það segir kronikan: „Ilver taug í Ííkama mínum verður heltekin af ís-
lenzkum fræðum."
Og ekki er ártalið 1917 öllu ómerkara í þroskasögu Þórbergs: „Hlunk-
ast, segir kronikan, ,, . . . niður í ómælisböf guðspeki, yógaheimspeki og
sptritisma." Endurfæðing ársins 1925 gæti ef til vill þótt heldur minni
tíðindum sæta, og þó er það ekki víst: „Endurfæðist hægt og kurteislega
með hálf-tíma lestri á dag inn í Esperanto.“ En 1931 gegnir enn öðru
máli; vér verðum að gera oss að góðu að reyna að ráða gátu: „Öðlast full-
komlega réttan skilning á lífinu, en einkennir sig þó ekki sem endur-
fæðing.“
Þó að Þórbergur segist hafa farið að yrkja árið 1906, munu engar prent-
aðar heimildir vera til um kveðskap hans frá þessum tíma. Elzta kvæðið
sem hann tekur í Eddu, og telur þar eitt af fyrstu kvæðum sínum, segir
hann ort í desember 1909. Getgátur um tímasetningu fyrstu kvæða Þór-
bergs eru raunar ekki mikilsverðar móts við vitneskjuna sem vér höfum úr
bernskuminningum hans um þá óviðráðanlegu „skrifsýki"1’ sem ásækir hann
þegar á unga aldri. Fleiri dæmi hafa verið þess að skrifsýkin væri fyrsti
forboði meiriháttar rithöfundarferils.
Þegar Þórbergur hverfur úr Suðursveit 1906 og ræður sig á skútu, er
liann að feta slóð ótal annarra sveitadrengja sem ekki var rúm fyrir í sveit-
unum um þessar mundir. Samt kann að vera að það ráð hafi verið tekið
að senda hann til sjós vegna þess að hann hafi ekki þótt búmannsefni, þar