Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 35
andvari ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 33 enda þótt Þórbergur hafi inntekið spekina í þessari blöndu þá hafi kynni bans af guðspekinni orðið „mesta ævintýri lífs hans“. Guðspekin verður Þórbergi andsvar við heiðindómnum sem séra Arni talaði um, hinni guðlausu tilveru. Séra Árni kenndi guðfræðingum um að hafa leitt ósómann inn í landið, en úr fleiri átturn hafa ungum Islendingum UPP úr aldamótunum kornið fréttir. Af því að fróðlegt má þykja að sjá hve þessum straumum var lýst í ljósu máli á íslenzku ekki löngu fyrir aldamót þá verður hér sett dálítil klausa um kenningar þýzku guðleysingj- anna sem þá höfðu áhrif um alla Evrópu og skildu eftir djúp spor í menntum þeirra tíma. Þessi lýsing kom á prent í Skírni 1881 eða sjö árum fyrir burð Þórbergs Þórðarsonar: „Höfundur Skírnis [Eiríkur Jónsson] getur ekki bundizt fáeinna hug- leiðinga út af þessu máli [gyðingafjandskap í Þýzkalandi]. Hvað kristna trú snertir, þá vita flestir, að heimspekin þýzka (Strauss, Feuerbach o. fl.) hefir á seinni tímum ekki unnið ötullegar að öðru enn því að kollvarpa kenn- ingum hennar, t. d. urn guðdóm Krists og ódauðleika sálarinnar — já, það má svo að orði kveða, að hún hafi rekið Guð almáttugan út í hin yztu myrkur. Heimspekirit þeirra Scbopenhauers og Hartmanns hafa haft meiri áhrif á hug manna á Þýzkalandi enn önnur heimspekingarit á undan, en þau fara þó enn lengra og kenna, að frumafl tilverunnar sje blind hvöt, sem hafi samlagazt frumefnunum, og af þeim framleiðt líf ens skapaða - hfið, sem sje háð svo mikilli eymd og kvölum, að nautn þess og unaður vægju til engra muna á móti. Lausnin sje dauðinn, aldeyfudauðinn og ekkert annað, og í þeirri höfn eigi allt hið skapaða lendingu. Þrumaflið sje hlt í eðli sínu; allt hið skapaða beri þess mark, og hljóti því á að kenna.“ Þvílíkar kenningar voru í loftinu, gálgahúmorinn mjög notaður sem andsvar, Þórbergur reyndi hann og dugði ekki. Nú rnundu menn halda því fram að svo mjög hefði hallazt á með guð- spekinni og spíritismanum þegar leið á ævi Þórbergs, að hrein fásinna væri að fá henni þann sess sem hér er gert. Og satt er það að miklu opinskárra er spíritisminn boðaður í ritum Þórbergs en guðspekin. En þó svo sé þá mun mega greina mark guðspekinnar víða í ritum Þórbergs, og líka í þeim síðustu, þó ekki sé rúm til að rekja það hér. Og auðvitað er ekki mest um vert að greina ómengaða (ef slíkt væri til) boðun guðspekinnar, heldur hvernig hún hefur sameinazt öðrum íhugunum Þórhergs, og hvaða persónu- lega þýðingu hún hafði fy rir hann. Nú skal í fáum orðum reynt að draga fram nokkur atriði þessa víðtæka efnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.