Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 35
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
33
enda þótt Þórbergur hafi inntekið spekina í þessari blöndu þá hafi kynni
bans af guðspekinni orðið „mesta ævintýri lífs hans“.
Guðspekin verður Þórbergi andsvar við heiðindómnum sem séra Arni
talaði um, hinni guðlausu tilveru. Séra Árni kenndi guðfræðingum um að
hafa leitt ósómann inn í landið, en úr fleiri átturn hafa ungum Islendingum
UPP úr aldamótunum kornið fréttir. Af því að fróðlegt má þykja að sjá
hve þessum straumum var lýst í ljósu máli á íslenzku ekki löngu fyrir
aldamót þá verður hér sett dálítil klausa um kenningar þýzku guðleysingj-
anna sem þá höfðu áhrif um alla Evrópu og skildu eftir djúp spor í menntum
þeirra tíma. Þessi lýsing kom á prent í Skírni 1881 eða sjö árum fyrir burð
Þórbergs Þórðarsonar:
„Höfundur Skírnis [Eiríkur Jónsson] getur ekki bundizt fáeinna hug-
leiðinga út af þessu máli [gyðingafjandskap í Þýzkalandi]. Hvað kristna
trú snertir, þá vita flestir, að heimspekin þýzka (Strauss, Feuerbach o. fl.)
hefir á seinni tímum ekki unnið ötullegar að öðru enn því að kollvarpa kenn-
ingum hennar, t. d. urn guðdóm Krists og ódauðleika sálarinnar — já, það
má svo að orði kveða, að hún hafi rekið Guð almáttugan út í hin yztu
myrkur. Heimspekirit þeirra Scbopenhauers og Hartmanns hafa haft meiri
áhrif á hug manna á Þýzkalandi enn önnur heimspekingarit á undan, en
þau fara þó enn lengra og kenna, að frumafl tilverunnar sje blind hvöt,
sem hafi samlagazt frumefnunum, og af þeim framleiðt líf ens skapaða -
hfið, sem sje háð svo mikilli eymd og kvölum, að nautn þess og unaður
vægju til engra muna á móti. Lausnin sje dauðinn, aldeyfudauðinn og
ekkert annað, og í þeirri höfn eigi allt hið skapaða lendingu. Þrumaflið sje
hlt í eðli sínu; allt hið skapaða beri þess mark, og hljóti því á að kenna.“
Þvílíkar kenningar voru í loftinu, gálgahúmorinn mjög notaður sem
andsvar, Þórbergur reyndi hann og dugði ekki.
Nú rnundu menn halda því fram að svo mjög hefði hallazt á með guð-
spekinni og spíritismanum þegar leið á ævi Þórbergs, að hrein fásinna væri
að fá henni þann sess sem hér er gert. Og satt er það að miklu opinskárra
er spíritisminn boðaður í ritum Þórbergs en guðspekin. En þó svo sé þá
mun mega greina mark guðspekinnar víða í ritum Þórbergs, og líka í þeim
síðustu, þó ekki sé rúm til að rekja það hér. Og auðvitað er ekki mest um
vert að greina ómengaða (ef slíkt væri til) boðun guðspekinnar, heldur
hvernig hún hefur sameinazt öðrum íhugunum Þórhergs, og hvaða persónu-
lega þýðingu hún hafði fy rir hann.
Nú skal í fáum orðum reynt að draga fram nokkur atriði þessa víðtæka
efnis.