Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 139
ANDVARI
ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD
137
fært að skapa formfestu án þess að hún
sé bundin við lög og tilskipun. Við van-
metum mikilvægi siðvenjunnar, sem
hjálpaði einstaklingnum áður fyrr til
þess að semja sig að háttum samfélags-
ins og hljóta þannig hlutdeild í lífi þess.
Islenzka kvöldvakan sýnir, hvernig and-
legt líf einnar þjóðar ryður sér farveg í
krafti gamallar hefðar, með lestri ævin-
týra, fornsagna og guðsorðs í baðstofu-
rökkrinu, hefðar, sem varð jafnföst í
sessi og útbreidd og væri hún leidd í lög.
Hér rekumst við á gamla norræna
hefð, sem varð þó hvergi á Norðurlönd-
um jafnháþróuð og á íslandi. Húslestr-
ar hafa víða verið hafðir um hönd á
Norðurlöndum, og menn lásu upphátt
vetrarkvöldin löng á norrænum sveita-
heimilum. í „E. Bindstouw“ hjá Blicher
er bókmenntalegur vitnisburður um
vísnakveðskap og sagnalestur, og með
lýsingunni á Borrevad Molie í „Frem-
skridt“ bregður Ja'kob Knudsen upp
mynd af kvöldvöku, sem minnir á Ísland.
í Borrevad Molle lesa menn skáldsögur
Ingemanns, Saxo, Snorra, Knýtlingu og
fleiri íslenzkar sögur, og sagnfræðirit
Ludv. Chr. Mullers og A. D. Jorgensens.
Þaðan liggja þræðir aftur í fornnorræna
hefð eða fram á við frá Grundtvig.
Gamla íslenzka heimilið var ekki að-
eins efnahagsleg og félagsleg heild, held-
ur og menningarsamfélag. Kvöldvakan
var lýðháskóli, sem féll með furðulegum
hætti inn í hversdagslíf og störf heim-
ilanna. Á kvöldvökunni var miðlað
þekkingu á sagnfræði og skáldskap eins
og í norræna háskólanum hans Grundt-
vigs, og háskóli íslenzku sveitaheimil-
anna átti sammerkt með honum í því að
lyfta venjulegu fólki upp úr einangrun
daglegs lífs og gera það þátttakendur í
lífi liðinna kynslóða.
IV
Störf og leikir
Oft standa íslenzkir sveitabæir undir
fjallshlíð og snúa stöfnum fram til dals-
ins, og þannig var það líka í gamla daga.
Lágreistir moldarkofar kúrðu auðmjúkir
í skjóli fjallsins, sem gnæfði tignarlegt
fyrir ofan og minnti stundum á stóra,
gotneska kirkjurúst. Fram undan bæn-
um lá túnið, grænna en gróðurinn um-
hverfis vegna mykjunnar, sem á það var
borin. Lengra í burtu voru óræktarmóar,
mýrar, engi og auðnir.
I slíku umhverfi ólust börnin upp.
Þau byrjuðu snemma að taka þátt í
störfum á heimilinu, þar sem einföld
verkaskipting réð og hver hafði sitt á-
kveðna verk að vinna. Fyrstu leikir barn-
anna endurspegluðu þetta starfslíf og
voru eins konar undirbúningur að því
hlutverki, sem beið þeirra. Krakkar sem
alast upp í sveit hafa leikið sér að bú-
smala úr kindahornum og kjálkum, og
þannig leika þau sér enn þann dag í dag.
Frá ferð minni um landið minnist ég
m. a. fjögurra ára drengs, sem átti stór-
an kassa fullan af hornum og beinum.
Hann kunni skil á þeim öllum og sýndi
mér, hvað hvert bein átti að tákna.
Sauðarleggur var hestur og kýrbein var
kýr, stórt kindarhorn var kind og lítið
horn var lamb og hrútshorn var náttúr-
lega hrútur. Faðir hans átti líka geitur,
og neðri kjálkinn úr sauðkind var sem
sé geit og neðri kjálkinn úr lambi kiðl-
ingur. Strákur var mjög stoltur af safn-
inu sínu! Faðir hans, sem var gildur
bóndi, varð að játa, að hann ætti ekki