Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 128

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 128
126 HOLGER KJÆR ANDVARI að meðhöndla þau eins og manneskjur en á stórum stofnunum. Gamla fólkið tók þátt í heimilislífinu og hafði oft mikil og góð áhrif á börnin. Gömul og útslitin kona með eljusamt líf að baki naut þess að vera enn til nokkurs nýt, þegar hún gat kennt börnunum lestur og sagt þeim sögur, svo að augu þeirra ljómuðu af gleði. Nútímafólk á erfitt með að gera sér í hugarlund, hvað þess- ar gömlu konur áttu ríkan þátt í upp- eldismálum íslendinga. Einangrun gamla fólksins, sem oft á sér stað í nú- tímaþjóðfélagi, á elliheimilum og ámóta líknarstofnunum, er ef til vill óhjá- kvæmileg, eins og málin standa nú, en í sjálfu sér allt annað en framför, vegna þess að samfélagið fer þannig á mis við þau mildu og sameinandi áhrif, sem gamalt fól'k, ekki sízt konur, geta haft á uppeldi og heimilislíf, þrátt fyrir alls konar ellihrörleika. Þar sem æska og elli áttu samleið, styrktist ættrækni og skilningur á sögu- legu hlutverki heimilisins í tímans rás. Gamla fólkið hugsaði oft um liðna daga, og þegar börn og unglingar hlustuðu á frásagnir þess, komust þau í beina snert- ingu við fortíðina og gamla sagnahefð, og sagan varð að lifandi raunveruleika. Vissulega var munur á húsbónda og hjúi, en sá munur var ekki svo mikill, að það, sem Jakob Knudsen í tímaritinu „Fremskridt" nefnir heiðurssambandið, rofnaði. Vinnufólkið mataðist með fjöl- skyldunni og vann með henni og var hluti af því samlífi, sem átti sér stað innan veggja heimilisins. Sá gamli siður að velja barnfóstru meðal vinnukvenna er gott dæmi um þessi nánu tengsl. Þegar húsmóðirin eignaðist barn, var hvítvoðungurinn lagður í vöggu við hjónarúmið, og móð- irin annaðist það dag og nótt. Þegar annað barn fæddist, var frumburður- inn falinn umsjá einhvers á heimilinu, fyrst og fremst ömmu, móðursystur eða öðrum ættingja, ellegar einhverri vinnu- konu, sem móðirin treysti til fulls. Barn- ið svaf þá í rúmi hennar, og hafði hún barnið fyrir ofan sig við þilið, að sögn heimildarmanns. Hún annaðist það seint og snemma, gaf því að borða, þvoði því og hugsaði um fötin barnsins, klæddi það og háttaði og kenndi því sennilega einnig með aldrinum að signa sig og lesa faðirvorið og fleiri bænir, áður en það sofnaði á kvöldin. Kunnur, íslenzk- ur skólamaður, séra Magnús Helgason, segir svo frá Maríu fóstru sinni: „Hún hafði alizt upp með móður minni, sem var 10 árum yngri. Þegar ég var átta ára gamall, kom upp tauga- veiki á heimilinu. Flestir tóku veikina og tveir dóu. Mamma og fóstra mín veiktust þó ekki. Þá var enginn læknir í Árnessýslu, og enginn nær en í Rang- árvallasýslu, dagleið í burtu, og árnar oft ófærar. Eg veiktist 17. nóvember og vissi hvorki í þennan heim né annan fyrr en í febrúar. Þá bólgnuðu bæði fætur mínir og hendur og fæturnir urðu svo stirðir, að ég gat ekki beygt hnén. Það var ekki fyrr en 11. maí, að ég var borinn út í sólina, og upp frá því var ég lengstum úti við og gat farið að hreyfa mig. Vegna þess hve stirður ég var, varð ég að skríða á fjórum fótum fram eftir öllu sumri, og í árslok var ég ekki laus við heiti. Allan þann tíma sem ég var veikur vék María ekki frá mér frá morgni til kvölds, og hún svaf ýmist í rúminu hjá mér eða á gólfinu fyrir framan mig. Mamma og hún höfðu nóg að gera, en mest var fyrirhöfnin af mér, meiri en af öllum systkinum mínum til samans. María giftist tveimur árum seinna og fluttist í aðra sveit. Eg heim- sótti hana á hverju ári; seinna var ég sóknarprestur hennar í 20 ár og talaði loks yfir moldum hennar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.