Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 118
116
ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON
ANDVARI
13. Hver er næstur sjálfum sér að sjá, hvað líður,
ekki neitt því öfund, ræður,
að ég veit mér sælli bræður.
14. Pó ég sjálfsagt þægri kjör með þökkum tæki,
þegar á hina af þörfum sníki,
það er ekki af öfundsýki.
16. Sjálfur bezt að sannleikurinn svo fram komi,
þó mér kjör mín sjálfum sæmi,
set ég hérna nokkur dæmi.
17. Þegar aðrir kýla kropp á kræstu suppi,
lífs á kjara lægri tröppu
læt mér nægja skötustöppu.
18. Mjúkklæddir þá menn sig spjátra’ á miðjum strætum,
hálfboginn á hliðargötum
haltrast ég á strigafötum.
22. Hinir svona hringla krónum hundrað saman,
hef ég þá sem eykur óman
ekkert nema lófann tóman.
En höfundur þessa ljóðs var gæddur slíku sálarþreki, að hann tók örlögum
sínum möglunarlaust og án allrar beiskju, þótt hann lokaði ekki augunum
fyrir mismunandi aðstöðu mannanna barna til heimsins gæða og lystisemda.
Þegar hinzta kallið kemur, þá verða þeir hamingjusömu, sem virtust standa
á háum þrepum í stiga mannvirðinga, alveg eins og hinir, sem urðu að bera
andstreymi, böl og sára fátækt í hinu jarðneska lífi, jafn ,,auðugir að moldu“.
Og kvæði Sigurðar Eiríkssonar: Missæl er þjóðin, lýkur þannig:
Bugumst ekki, hræður góðir, bágt þá lætur,
sú er vissan sem fer betur,
sumar kemur eftir vetur.
Þannig lýkur þessi örsnauði kramarmaður máli sínu að þessu sinni. Og Sig-
urður gat trútt um talað. Hann bugaðist hvergi, þótt hann hefði stórviðri
beint í fangið mikinn hluta hérvistardaganna. Og við leiðarmörkin eygði hann
ljós, skært vonarljós framundan. Gegn því sveif andi hans frjáls og fleygur.
Sigurður Eiríksson lézt 22. desember 1911, þá til heimilis að Laufásvegi 5
í Reykjavík, og var útför hans gerð frá Herkastalanum 29. desember. Skáldið
og barnabókahöfundurinn Sigurbjörn Sveinsson orti minningarljóð um Sigurð,
er sungið var við útför hans undir laginu Fögur er foldin. Þá minntist Sesselja