Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 124
122
HOLGER KJÆfí
ANDVARI
armanna minna fæddir fyrir 1866. Ég
set mörkin við þetta ár til þess að úti-
loka þá, sem lögin frá 1880 náðu ekki
til, en kváðu svo á, að börn skyldu læra
reikning og skrift auk lesturs og krist-
infræði. Gera má því ráð fyrir, að þeir
sem fæddir eru 1866 eða fyrr hafi getað
fermzt án þess að presturinn legði
nokkra áherzlu á það, að þeir hefðu lært
að skrifa og reikna heima. Elztu heim-
ildarmennirnir eru tvær konur, önnur
fædd 1834 og hin 1846. Af karlmönnum
eru aldursforsetarnir tveir fæddir 1851
og 1852.
Vegna þess að hér er reynt að fræðast
um gamlar uppeldis- og kennsluaðferðir,
verður fyrst og fremst stuðzt við skýrsl-
ur manna úr elzta hópnum. Rannsóknin
átti að bregða upp mynd af menntunar-
ástandinu fyrir tveimur mannsöldrum
eða svo, en ekki er hægt að setja ná-
kvæm tímatakmörk sökum þess, að hin-
ir gömlu siðir hafa haldizt misjafnlega
lengi á hverjum stað, og sums staðar lifa
þeir góðu lífi enn í dag. Sumir úr yngsta
hópnum geta því einnig veitt upplýs-
ingar um gamla tímann, og er þeirra
framlag því jafnframt notað til að
bregða ljósi yfir lýðmenntunina.
Á hinn bóginn er það vitaskuld eðli-
legt, að fæstar skýrslur bárust af Suð-
Vesturlandi, þar sem gömul hefð er á
hröðustu undanhaldi. Flestar skýrslur
bárust úr norður- og norðausturhéruðum
landsins, og Skaftafellssýslurnar hafa
einnig staðið sig nokkuð vel. Tiltölulega
færri svör komu úr Múlasýslum, en
ágæti sumra þeirra bætir upp magnið.
Býsna fátt barst af Vesturlandi, en sumt
af því sem þaðan kom var með því al-
bezta. Yfirleitt gefa skýrslurnar góða
heildarmynd af ástandinu í einstökum
héruðum landsins.
Þær félagslegu aðstæður, sem heimild-
armennirnir ólust upp við, virðast að
jafnaði ekki yfir meðallagi. Nokkrir
leggja þó áherzlu á fátæktina á bernsku-
heimilum sínum. Ekki má þó ætla, að
niðurstöðurnar lýsi menntunarstigi þjóð-
arinnar almennt; þó að það sé hátt,
mundu fæstir geta skilað jafnýtarlegum
skýrslum og hér er um að ræða, -
gögnin eru öll um það bil 1000 skrifað-
ar síður. Margir þeirra sem skrifuðu
mér eru, eins og áður segir, í hópi
þeirra manna, sem mér var bent á að
þekktu til heimilisfræðslu og voru því
að mínum dómi öðrum hæfari til að gera
yfirlit um stöðu hennar almennt. Þar eð
flestir þeirra hljóta að teljast betur að
sér en gengur og gerist, eru bernsku-
minningar þeirra ekki einhlítur mæli-
'kvarði á rannsóknarefni mitt.
Islendingurinn Þorleifur Guðmunds-
son Repp á að hafa komizt svo að orði,
að enginn sé óíslenzkari en Grundtvig
og engir eins litlir Grundtvigssinnar og
Islendingar. Þær athuganir, sem hér fara
á eftir, munu samt sem áður leiða í ljós,
að skoðun Ludvigs Christians Múllers á
íslenzkri lýðmenntun var rétt í aðalat-
riðum, enda hafði Grundtvig einmitt
mótað afstöðu þessa manns, svo að hann
skildi betur en margur íslendingurinn
kjarnann í íslenzkri lýðmenntun. Hon-
um var ljóst, að sá þjóðlegi andi, sem
Grundtvig barðist fyrir að vekja með
Dönum, var þá í fullum blóma á ís-
landi. - Þótt það kunni að hljóma eins
og þverstæða, má nota íslenzkt þjóðar-
uppeldi sem stórkostlegt dæmi um
fræðsluhugmyndir Grundtvigs í fram-
kvæmd, óháð og að vissu leyti eldra en
Grundtvig sjálfur, en jafnframt stað-
festing á norrænu eðli þeirra hugsjóna.
Hversu djarft sem það kann að virðast,
munum við nota íslenzka dæmið í þessa
veru, sannfærð um, að íslenzk lýðmennt-
un á öldinni sem leið fól einmitt í sér
þau verðmæti, sem Grundtvig vildi fela
komandi kynslóðum til varðveizlu.