Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 37
ANDVARI
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
35
en sorgin; hamingjan er ekki betri en óhamingjan.“'(’ Hér á líka heima
óbifanleg vissa Þórbergs um lögmál orsaka og afleiðinga, um að ekki sé hægt
aÖ komast hjá afleiðingum gerða sinna. Það er einkum þessi vissa sem hann
hefur fundið í karma-kenningunni. Stundum hefur hann jafnvel beinlínis
látið í ljós trú á forákvörðun: við erum „í raun og veru hundin þó við höfum
þá tilfinningu, að við séum frjáls. Guð er einvaldur þott hann láti okkur
ekki kenna á valdi sínu.“77 AS vonum er öllu erfiðara að átta sig á sambandi
bjartsýni og bölsýni Þórbergs. Hann veit að vísu um „björt öfl í heim-
inum, og þykist að minnsta kosti stundum viss um sigur hinna bjartari
pólitísku afla; á hinn bóginn er hann samt bölsynn um mannlegt ec i
(og er sú skoðun mjög fjarri mannsskilningi margra pólitískra skoð-
anabræðra hans); af þessu leiÖir alveg rökrétt að hann er realisti í pólitík.
En þó að Þórbergur sé hreinskilinn talar hann stundum í gátum um þessi
efni. í einhverju síðasta ritkorni78 hans er bölsýni hans um þennan
heim næstum skilyrðislaus; en varla væri sanngjarnt að hta á það bréf sem
niðurstöðu af öllu lífsverki hans. Bölsýni hans er samt víða skjalfest. I
íslenzkum aðli70 lýsir hann því þegar honum opinberaðist haustið 1912
„fyrsti vísir til hins skelfilega skilnings á lífið og mennina, sem ég öð a ist
fyrst að fullu veturinn sem ég var í Stokkhólmi þrettán árum síÖar. Aug-
'ljóster þá að bölsýni 'hans á sér langan aldur. Skyldi það vera að heimfæra
mætti upp á Þórberg þetta tízkuorðtak síðustu ára: „bölsýn þekking, bjart-
sýn athöfn“? . .
I þessu sambandi á líklega heima að minnast á trú Þórbergs á líh etur
dauðann. Sú trú hans kemur ekki við bjartsýni eða bölsýni, heldur er hun
honum þekkingaratriði, og er aðeins skiljanleg í sambandi við skoðann
hans um endurfæðingar og karma. ,, . . . Náð er ekki til í nattúrunni, e ur
lögmál orsaka og afleiöinga." Og guð Þórbergs er bæði andlegur og nátt
úrlegur, ef ekki náttúrufræðilegur: „Hugmyndir manna um guö eru akat-
lega barnalegar. En mikilleika guðs og gáfnafar, ef hann er til, má kannski
dálítið marka af því, að það skyldi þurfa mann eins og Einstein til að upp-
götva hið einfáldasta í útreikningum hans. Hversu stórkostleg mun þá ekki
vera lýrik hans og frásagnarsnilli. Guð er svo stórkostlegur, ef hann er til,
aÖ örlítill geisli af orku hans mundi breyta okkur samstundis í duft . . .
Þórbergur segir eigi að síður að hann hafi aldrei verið það sem kallað
er trúaður, ekki haft neitt þessháttar í upplagi sínu.'1 Ilann leitast líka
sífellt við að sveigja „ eilífðarmálin" til, þannig að hann geti samræmt þau
>>skynsamlegum“ raunsæis-rökum. „Sannleikurinn mun vera sá, segii
hann, ,,að það er enginn annar heimur til, heldur er hér uin að ræða þann