Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 88
86 AGNAR KL. JÓNSSON ANDVARI Lög um eftirlaun, Lög um skyldu embættismanna til að safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymdan lífeyri. Lög um breyting á lögum nr. 4, 19. febrúar 1866, um utanþjóðkirkjumenn. Öll þessi mál voru á sínum tíma talin þýðingarmikil og sum þeirra, eins og lagaskólalögin og eftirlaunalögin, höfðu hvað eftir annað verið gerð afturreka hjá stjórninni og alveg synjað staðfestingar. Hér kom því strax fram ein af þeim afleiðingum, sem leiddi af stjórnlaga- breytingunni. Um staðfestingu þessara laga var komizt svo að orði í Þjóðólfi hinn 18. marz 1904: „Urslit þessa máls og annarra mála, er nú hafa verið staðfest, ættu að gleðja alla sanna þjóðarvini, því að þessi úrslit sýna ljósast, að nýtt tímabil er að hefjast í löggjafarsögu þjóðar vorrar elcki aðeins að nafninu til, heldur í reyndinni.“ - Það má því segja, að störf ráðherra íslands í danska ríkisráðinu hafi farið vel af stað. Konungur staðfesti einnig tillögu um aukakosningu á fjórum alþingis- mönnum og aðra um bráðabirgðalög, þar sem ákveðin var refsing fyrir verkn- að, er stofnaði hlutleysi landsins í hættu, en að þessum embættisverkum loktv um lét konungur í ljós gleði sína yfir setu ráðherra íslands í ríkisráðinu, bauð hann velkominn og kvaðst vona, að hin nýju stjórnskipunarlög yrðu Islandi og hinni íslenzku þjóð til blessunar. Á tveimur ríkisráðsfundum í maímánuði 1905 lagði ráðherra fram til- lögur um samtals 40 lagafrumvörp, sem ætlunin var að lögð yrðu fyrir Alþingi þá um sumarið, og voru þær allar staðfestar. I lok síðari fundarins hinn 24. maí bað konungur ráðherra fyrir kveðjuorð og heillaóskir til Alþingis í tilefni af því, að þetta væri í fyrsta skipti, sem innlendur ráðherra ætti sæti á Alþingi. Síðan mælti hann: „Hin nýja skipun hefur í för með sér mikla breytingu á allri stöðu Alþingis og leggur því á herðar aukna ábyrgð, nú er málameðferð Ríkisþingsins hefur eigi lengur nein áhrif á ákvörðun mína um það, hvort ráðherraskipti eiga að verða á íslandi, eins og þegar er fram komið við ráðuneytisskiptin í byrjun þessa árs.“ Þessi niðurlagsorð í kveðju konungs til Alþingis eru athyglisverð að einu levti. Þar var vikið að ráðuneytisskiptum í Danmörku, sem urðu hinn 14. janúar, er ráðuneyti J. H. Deuntzers fór frá og við tók ráðuneyti J. C. Christen- sens, en þessi stjórnarskipti í Danmörku höfðu engin áhrif á stöðu ráðherra Islands. Hann var ekki háður stjórnarskiptum þar, eins og andstæðingar Hann- esar Hafsteins höfðu haldið fram. Á ríkisráðsfundi hinn 20. október um haustið flutti ráðherrann konungi, samkvæmt ályktun Alþingis, „hinar lotningarfyllstu og hugheilustu heillaóskir frá hinni íslenzku þjóð, sem ávallt mun geyma í heiðri og blessun minning vors ástsælasta konungs, sem um síðasta mannsaldur hefur ógleymanlega tengt sitt lofsæla nafn við allar hinar helztu og þýðingarmestu umbætur á löggjöf og stjórnarfari íslands.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.