Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 110
108
ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON
ANDVARI
31. maí. - 22. maí 1888: Steinn Jónsson 36 ára, ógiftur húsmaður á Bakka.
Greftraður 12. júlí. - 22. maí 1888: Ófeigur Guðmundsson 31 árs, giftur tómt-
húsmaður á Bakka. Greftraður 18. júlí.
Gjörð er grein fyrir andláti þessara þriggja manna þannig:
„Drukknudu á heimleið úr fiskiróðri fyrir austan Akurey. - Jón rak upp
sama dag. - Steinn fannst á floti í sjó 8. júlí og Ófeigur s'ómuleiðis 11. júlí“
[1888].
Sigurborg Eggertsdóttir (f. 9. júlí 1891, nú þegar þetta er ritað (1978) vist-
maður á Hrafnistu í Reykjavík) hefur frætt mig á því, að nóttina fyrir sjóslysið
hafi Sigurður í annarlegri leiðslu séð atburð þennan alveg á sama hátt og hann
bar að í raunveruleikanum næsta dag.
Er Sigurður kom til sjálfs sín úr þessu ómegni, var hann svo torkennilegur
og dasaður, að Auðbjörg kona hans hugði, að hann hefði veikzt skyndilega.
Sagði hann þá konu sinni, hvað fyrir hann hefði borið í þessum fjarhrifum,
og var viss um, að það væri fyrirboði.
Frá ógæfudeginum mikla (22. maí 1888) var Sigurði Eiríkssyni fyrirmunað
að sjá sér og sínum farborða. Hér hafði verið kveðinn upp sá örlagadómur,
sem eigi varð áfrýjað. Ekki stoðaði að láta hugfallast, þótt svalan blési á
móti og ískyggilegt þykkni legðist yfir veginn framundan. Og Sigurður stóð
ekki heldur einn og óstuddur. Kona hans, Auðbjörg Jónsdóttir, lét sízt hug-
faliast, þótt holskeflan dyndi yfir. Á þessu skeiði lá ekki leið manna inn í
neina tryggingastofnun til að vitja um örorkubætur mánaðarlega. í slíkum til-
vikum sem þessum hvíldi það í meginatriðum á eiginkonunni að finna leið út
úr ógöngunum. Uppi í Borgarhrepp átti Sigurður virktavin, Jón hreppstjóra
Guðmundsson, bónda að Valbjarnarvöllum. Hjá þessum trygglynda og mæta
manni dvaldist Auðbjörg með börnin þeirra tvö, Ragnheiði og Bjarna, um
sláttinn. Varla er að efa það, að einstakir aðilar í Reykjavík hafi greitt götu
hjónanna, eftir að þessi bágindi sóttu þau heim.
Að vetrinum til tók Sigurður að kenna börnum heima hjá sér lestur og
skrift; þessi kennsla mun þó eigi hafa gefið mikið í aðra hönd. En þessi um-
gengni hans við börnin hefur verið afþreying mikil og veitt honum margar
ánægjustundir, því að kennslu fylgir, ef rétt er á haldið, gróandi og vorleg
birta. - Og börn hafa hlvja samúð án vorkunnsemi með þeim, sem örlögin
hafa leikið illa.
Þá rauf og ekki skáldgáfan tryggðir við Sigurð, þótt líkaminn yrði lémagna
að kalla. Ljóðadísin sveif með hann mörgum stundum langt burt frá raun-
veruleikanum, örbirgð og hörmulega hrumum líkama; og svo stytti hann sér
stundir á þann hátt, að beita pennanum, skrá ljóðin nosturssamlega með sinni
sviphreinu og ágætu rithönd.
Hér verður nú greint nokkuð frá afkomendum Sigurðar og Auðbjargar.
Margir eru þeir, sem kannast við heiðurs- og sómamanninn Kristin Guðlaugsson