Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 133
ANDVARI
ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD
131
Sögur og rímur
Menn sváfu misjafnlega lengi í rökkr-
inu. Fyrir nokkrum mannsöldrum var
sjaldgæft, að til væru klukkur í sveit-
inni. A daginn var sólin höfð til við-
miðunar og stjörnurnar á nóttunní, og
þegar dimmt var í lofti, urðu menn að
geta sér til um, hvað klukkan var. Fóta-
ferðin hófst venjulega um það leyti sem
smalinn kom inn. Húsmóðirin sendi þá
vinnukonu fram í eldaskálann til að
skara í eldinn á hlóðunum, svo að hægt
væri að kveikja á lýsislampanum. Væri
baðstofunni skipt í tvennt, var venjan
að hengja lýsiskoluna á dyrastólpann
á milli herbergjanna, en annars á ein-
hvern rúmstokkinn í baðstofunni. Heim-
ilisfólkið settist við vinnu sína, og
sátu oftast tveir á hverju rúmi. Konur
spunnu, prjónuðu, saumuðu og gerðu
við föt, og karlarnir fléttuðu reipi úr
ull og hrosshári til þess að binda bagg-
ana á hestana, sem fluttu heyið þannig
í hlöðu. A heimilinu voru oft lagtæk-
ir menn, sem gátu smíðað hornspæni eða
skorið út rúmfjalir með áletrunum og
aska með útskornu loki. Börnin léku
sér á gólfinu, en voru snemma látin fara
að hjálpa til. Þau táðu ullina, spóluðu
og héldu í hespu fyrir mömmu sína,
sem vatt bandið upp í hnykla. Þegar
líða tók á kvöldið, fór þreytan að segja
til sín, og höfuðin sigu niður á bringu,
svo að þau urðu að fá smáhressingu til
að halda sér vakandi.
Þegar fólkið hafði hvílt sig um stund
eftir erfiði dagsins, lá yfirleitt vel á
mannskapnum, og það var skrafað um
atburði dagsins. Ef til vill höfðu vinnu-
mennirnir frá einhverju að segja að
utan, og allir voru fegnir einhverri til-
breytingu. Þannig hófst „Vakan“ oft,
sa gamli heimilissiður, og nú var farið
að lesa upphátt. Til þess var valinn ein-
hver, sem var ekki að vinna, karlmaður,
sem sat á kistu við dyrnar undir lamp-
anum. Það gat verið húsbóndinn eða
vinnumaður, og sums staðar skiptust
börnin á að lesa til þess að æfa sig í
skýrum framburði. Það var mjög góð
þjálfun fyrir þau, því að það varð að
lesa hátt og skýrt til þess að yfirgnæfa
suðið í rokkunum og sargið í ullarkömb-
unum. Þegar lesið var úr Íslendingasög-
um, hlustuðu allir af áhuga, þó að aldir
væru liðnar síðan Njáll og Gunnar á
Hlíðarenda voru uppi og Kjartan og
Bolli börðust um Guðrúnu, Egill Skalla-
grímsson sigldi til Englands, braut
skip sitt og bjargaði lífi sínu með því
að flytja erkióvini sínurn drápu.
Oftast voru það Islendingasögur, sem
lesnar voru á vetrarkvöldum í sveitum
landsins, og þá fyrst og fremst Njáls
saga, Egils saga og Laxdæla saga. Á
rnörgum heimilum var Njála lesin á
hverjum vetri, svo að gamalt fólk kunni
heilu kaflana úr henni utanbókar.
Norsku konungasögurnar voru líka mik-
ið lesnar, saga Ólafs Tryggvasonar og
Ólafs helga, ennfremur safn norrænna
sagna: „Fornaldarsögur Norðurlanda,“
t. d. Völsunga saga, sem var afar vin-
sæl. Síundum lásu rnenn einnig Knýtl-
ingasögu, Jómsvíkingasögu, riddarasög-
ur ýrniss konar og árbækur Jóns Espó-
líns, að ógleymdri mannkynssögu Páls
Melsteðs. Sums staðar voru lesnar þýð-
ingar á Ódysseifskviðu og Þúsund og
einni nótt, og seinna urðu hinar ágætu
skáldsögur og þjóðlífslýsingar Jóns
Thoroddsens „Maður og kona“ og „Pilt-
ur og stúlka“ vinsælt lestrarefni ásamt
síðari tíma skáldskap, sögum og sögnum.
íslendingar eru mjög ljóðelskir, en lesa
þau helzt í hljóði. Hins vegar var oft
lesið upphátt úr tímaritum: „Skírni“,
„Tímaritinu" o. fl. og eins úr fréttablöð-
um, þegar þau komu.
Þegar lesið hafði verið um stund og
upplesarinn þurfti að taka sér hvíld,
ræddi fólkið iðulega um efnið, sem