Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 133

Andvari - 01.01.1981, Page 133
ANDVARI ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD 131 Sögur og rímur Menn sváfu misjafnlega lengi í rökkr- inu. Fyrir nokkrum mannsöldrum var sjaldgæft, að til væru klukkur í sveit- inni. A daginn var sólin höfð til við- miðunar og stjörnurnar á nóttunní, og þegar dimmt var í lofti, urðu menn að geta sér til um, hvað klukkan var. Fóta- ferðin hófst venjulega um það leyti sem smalinn kom inn. Húsmóðirin sendi þá vinnukonu fram í eldaskálann til að skara í eldinn á hlóðunum, svo að hægt væri að kveikja á lýsislampanum. Væri baðstofunni skipt í tvennt, var venjan að hengja lýsiskoluna á dyrastólpann á milli herbergjanna, en annars á ein- hvern rúmstokkinn í baðstofunni. Heim- ilisfólkið settist við vinnu sína, og sátu oftast tveir á hverju rúmi. Konur spunnu, prjónuðu, saumuðu og gerðu við föt, og karlarnir fléttuðu reipi úr ull og hrosshári til þess að binda bagg- ana á hestana, sem fluttu heyið þannig í hlöðu. A heimilinu voru oft lagtæk- ir menn, sem gátu smíðað hornspæni eða skorið út rúmfjalir með áletrunum og aska með útskornu loki. Börnin léku sér á gólfinu, en voru snemma látin fara að hjálpa til. Þau táðu ullina, spóluðu og héldu í hespu fyrir mömmu sína, sem vatt bandið upp í hnykla. Þegar líða tók á kvöldið, fór þreytan að segja til sín, og höfuðin sigu niður á bringu, svo að þau urðu að fá smáhressingu til að halda sér vakandi. Þegar fólkið hafði hvílt sig um stund eftir erfiði dagsins, lá yfirleitt vel á mannskapnum, og það var skrafað um atburði dagsins. Ef til vill höfðu vinnu- mennirnir frá einhverju að segja að utan, og allir voru fegnir einhverri til- breytingu. Þannig hófst „Vakan“ oft, sa gamli heimilissiður, og nú var farið að lesa upphátt. Til þess var valinn ein- hver, sem var ekki að vinna, karlmaður, sem sat á kistu við dyrnar undir lamp- anum. Það gat verið húsbóndinn eða vinnumaður, og sums staðar skiptust börnin á að lesa til þess að æfa sig í skýrum framburði. Það var mjög góð þjálfun fyrir þau, því að það varð að lesa hátt og skýrt til þess að yfirgnæfa suðið í rokkunum og sargið í ullarkömb- unum. Þegar lesið var úr Íslendingasög- um, hlustuðu allir af áhuga, þó að aldir væru liðnar síðan Njáll og Gunnar á Hlíðarenda voru uppi og Kjartan og Bolli börðust um Guðrúnu, Egill Skalla- grímsson sigldi til Englands, braut skip sitt og bjargaði lífi sínu með því að flytja erkióvini sínurn drápu. Oftast voru það Islendingasögur, sem lesnar voru á vetrarkvöldum í sveitum landsins, og þá fyrst og fremst Njáls saga, Egils saga og Laxdæla saga. Á rnörgum heimilum var Njála lesin á hverjum vetri, svo að gamalt fólk kunni heilu kaflana úr henni utanbókar. Norsku konungasögurnar voru líka mik- ið lesnar, saga Ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga, ennfremur safn norrænna sagna: „Fornaldarsögur Norðurlanda,“ t. d. Völsunga saga, sem var afar vin- sæl. Síundum lásu rnenn einnig Knýtl- ingasögu, Jómsvíkingasögu, riddarasög- ur ýrniss konar og árbækur Jóns Espó- líns, að ógleymdri mannkynssögu Páls Melsteðs. Sums staðar voru lesnar þýð- ingar á Ódysseifskviðu og Þúsund og einni nótt, og seinna urðu hinar ágætu skáldsögur og þjóðlífslýsingar Jóns Thoroddsens „Maður og kona“ og „Pilt- ur og stúlka“ vinsælt lestrarefni ásamt síðari tíma skáldskap, sögum og sögnum. íslendingar eru mjög ljóðelskir, en lesa þau helzt í hljóði. Hins vegar var oft lesið upphátt úr tímaritum: „Skírni“, „Tímaritinu" o. fl. og eins úr fréttablöð- um, þegar þau komu. Þegar lesið hafði verið um stund og upplesarinn þurfti að taka sér hvíld, ræddi fólkið iðulega um efnið, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.