Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 152
150
FRÁ KOMU KAÞÓLSKU NUNNANNA TIL ÍSLANDS 1896
ANDVARI
skipstjóri vildi allt fyrir okkur gera, því aS við gættum dætra hans tveggja,
sem höfðu fengið leyfi til að fara með föður sínum til Islands.
Á hinni löngu sjóferð leitaði hugurinn aftur til móðurhússins í Kaup-
mannahöfn og allra systranna þar, sem okkur þótti svo vænt um. Þá leituðum
við einverunnar aftur á skipinu og sungum hinn fagra tvíraddaða sálm „Heill
þér hafsins stjarna“. Undarlegar tilfinningar gagntóku okkur, er við hugsuð-
um til hinna nýju heimkynna, sem við áttum í vændum.
Hinn 24. júlí varpaði skipið akkerum á höfninni í Reykjavík. Séra Geth-
man kom þegar um borð til þess að taka á móti okkur. Þar sem engin haf-
skipabryggja er í bænum, urðum við að fara á smábát í land. Við fórum þegar
til einu kaþólsku fjölskyldunnar1 í bænum, þar sem við borðuðum og nutum
góðrar gestrisni að íslenzkum sið. En það, sem okkur var þó mest í mun, var
að heimsækja Frelsara vorn svo fljótt sem verða mætti í hinum fátæklegu vistar-
verum hans hér í Reykjavík. Ekki einungis til þess að leita náðar hans, heldur
fyrst og fremst til þess að þakka honum af alhug fyrir það, að hafa haldið
verndarhendi sinni yfir okkur á leiðinni yfir ólgandi úthaf og skilað okkur
heilum í höfn.
Það er erfitt að lýsa tilfinningum okkar, þegar við litum í fyrsta sinn litla
timburhjallinn. Á honum var ekkert, sem minnti á bústað Frelsarans, utan
lítill trékross á mæninum. En þegar við gengum inn í kirkjuna, vorum við
ekki lítið undrandi. Hún reyndist hin snotrasta, þegar inn var komið. Altarið,
guðslíkamahúsið og prédikunarstóllinn voru hvítmáluð og féllu vel að tveimur
brúnleitum styttum af Guðsmóður og heilögum Jósef. Altaristaflan var mál-
verk, sem sýndi heilagt hjarta Jesú, enda er kirkjan helguð því. Fyrstu áhrifin
voru þannig betri en á horfðist, ekki sízt fyrir það, að við vorum þess fullviss-
ar, að Drottinn vor er ekki síður nálægur í heilögu altarissakramenti hér í
þessu fátæklega umhverfi á Islandi en í hinum glæsilegu og miklu dómkirkjum
úti um víða veröld. En fyrsta bæn okkar á íslenzkri grund var þó sú, að Frels-
ari vor mætti, áður en langt um liði, eignast virðulegri samastað. Okkur fannst
sárt til þess að hugsa, að Himnafaðirinn þyrfti að láta sér nægja svo vesælt
hreysi, sem hristist og skalf við hin minnstu veðrabrigði og hriplak á einum
fimm eða sex stöðum á þakinu.
Frá þessari fátæklegu kirkju héldum við til hrisakynna þeirra, sem okkur
voru ætluð. Það voru sex lítil herbergi, og reyndum við að gera eitt þeirra að
eldhúsi. Við urðum nú að bíða átekta í þessum tómlegu vistarverum, sem
hvorki gátu talizt hreinar né snyrtilegar, þar til hægt yrði að sækja húsgögn og
annan útbúnað, sem móðir okkar yfirpríórinnan hafði fengið okkur til afnota,
1. Hér er átt við Gunnar Einarsson kaupmann á Hjaiteyri við Eyjafjörð, 1853-1944, og fjöl-
skyldu hans, sem þá var að flytjast til Reykjavíkur. Gunnar var sonur Einars Ásmundssonar al-
þingismanns í Nesi, tók kaþólska trú á unga aldri og var um árabil eini kaþólski íslending-
urinn hér á landi. Hann var um skeið umsvifamikill athafnamaður, reisti stórhýsi hér í borg,
en starfaði síðari hluta ævinnar á vegum sonar síns Friðriks hjá Smjörlíkisgerðinni Ásgarði.