Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 25
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
23
Sveinsdóttir á Gerði. ,,Hún kunni kynstrin öll af merkilegum alþýðufróð-
leik, dulrænum sögum, mannlýsingum, kviðlingum, ættvísi o. fl. o. fl.
Mér er óhætt að segja, að hún hafi kunnað bæði í stóru og smáu alla sögu
Austur-Skaftafellssýslu frá því urn aldamótin 1800 og fram til þess, er hún
andaðist haustið 1918.“ í sama kafla eru ennfremur þessi íhugunarverðu
°rð, ekki aðeins þjóðfræðileg stefnuskrá, heldur einnig fagurfræðileg: „Ör-
lítið brot úr æfisögu manns, húss, bæjar, þorps, sveitar getur verið ódauð-
legt listaverk, ef sá segir, sem kann með sögur að fara.“42
Merkilegt má heita að svo ssm aldarfjórðungi síðar gerir Halldór Kiljan
Laxness álíka róttækar, svo ekki sé sagt öfgafullar kröfur til þjóðfræðinnar
°g Þórbergur í fyrrgreindum kafla: „Meðan flet hornstrendínga eru enn
orokin finst mér hvert tángur og tötur merkilegt sem ég heyri um þessa
bygð, því ég veit að sérhver minníng héðan er síðasta minníng [. . .] hér
þarf að segja sögu hvers býlis, hvers örnefnis, alt sem vitað er um vinnu-
brögð, venjur og hætti, öll atvik og atburði sem eru sérstök fyrir þessa eyddu
bygð, innansveitartrú og átthagaminníngar sem hér geingu, alt sem lýtur
að persónusögu, þó ekki sé nema nafn, tilsvar, vísa, aðeins ef í því felst
svipleiftur manns.“43
Það virðist næsta Ijóst að á námsárum sínum í háskólanum og síðar hafi
Þórbergur helzt ætlað sér að helga ævistarf sitt þjóðfræðum. Til þess bendir
með mörgu öðru að 1926 er hann í Kaupmannahöfn að kynna sér þjóð-
fraeðasöfnun „með styrk frá Carlsbergsjóði".44 Esperanto-ástríðan hefur kippt
grundvellinum undan þeirri fyrirætlun.45 En þegar Þórbergur „endur-
faeðist" til ritstarfa í nóvember 1933, að því er hann segir, þá víkur hann í
fyrstu aftur til þjóðfræðanna, og mun hafa ráðið nokkru um að honum var
um þær mundir fengið það hlutverk að safna til héraðssögu Austur-Skaft-
fellinga;40 en útgáfuhugmynd þeirri mun síðan hafa verið skotið á frest,
°g sýnilegur ávöxtur af undirbúningsstarfi Þórbergs varð um sinn ekki
annar en tveir þættir sem hann lét á prent í tímaritum á árinu 1934.47
Aður hefur þ ess verið getið að hlutur Þórbergs að Gráskinnu þeirra Sigurð-
ar Nordals varð minni en vænta hefði mátt. Ef bætt er hér við lengstu
atgerð Þórbergs af þjóðfræðatagi um þessar mundir, „Lifnaðarhættir í
Leykjavík á síðara helmingi 19. aldar“, og svo Viðfjarðarundrunum, má
beita að upptalið sé það sem hann birti almenningi úr þjóðfræða-skúffunni
Lam um 1940. Verður þá ekki sagt að þjóðfræða-ástríðan hafi borið ríku-
|egan ávöxt á fyrri hluta starfsævi Þórhergs, og hann sé enn allfjarri því að
rafa gert skil „stefnuskránni" sem hann birti í XXIX. kafla Bréfs til Láru.
un nú má segja að líði að því að ,,stefnuskráin“ komi til framkvæmda.