Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 27
andvari
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
25
Aiynd og persóna séra Árna er greinileg og sérkennileg þrátt fyrir það
að mikill hluti ævisögu hans er lýsing á umhverfi og „skrýtnar sögur“ um
,,sérkennilega menn“. Persóna hans birtist ekki einkum í beinni sjálfs-
lýsingu, heldur er það afstaða sögumannsins til efnisins sem lýsir honum
bezt. Og mætti þá ef til vill segja að ævisaga séra Árna sé sjálfsævisaga í
klassískum stíl að þessu leyti. Sögumaður og söguritari hafa reyndar gert
ser mjög glögga grein fyrir eðli verkefnis síns og lýsa því svo að loknum
fyrstu fjórum bókunum:
,,I þeim fjórum hókum ævisögu minnar, sem þegar eru ritaðar, hef ég
sagt nokkuð frá þessari jörð og þjóðlífinu hér í heimi eins og þetta hefur
komið mér fyrir sjónir í persónulegri kynningu eða eftir frásögn nrætra
ntanna. I þessum bókum hef ég reynt að lýsa umhverfi fólks, sálarlíli þess,
hugsunarhætti, siðferðisþroska, trúarlífi, menningu, lifnaðarháttum, efna-
hag og atvinnuvegum. Allt er þetta nátengt minni eigin sögu, því að það,
sem ég er, það er ég orðinn eigi að litlu leyti fyrir áhrif þessa umhverfis og
þessa mannlífs, sem ég hef leitazt við að lýsaA’0
Þó að hér á undan hafi verið lögð á það áherzla að Árna saga sé ekki
>,andleg afurð“ Þórbergs, þá er eigi að síður erfitt að segja til um hvaða
hlut Þórbergur á nákvæmlega í bókinni. Augljóst á að vera að hann hefur
mótað ævisöguna, það er að segja: búið til úr sundurlausum brotum þá
Wggingu sem vér höfum nú fyrir augum. Þessu lýsir Þórbergur í minningar-
orðum sínum um séra Árna á þessa leið: ,,Oft kubbaðist þráðurinn sundur
með sögu, kannski mörgum sögum, er spunnust út úr efninu, sem verið
var að segja frá, og síðan varð að byrja aftur, þar sem fyrr var frá horfið.
Af þessari ástæðu reyndist ókleift að skipa atburðunum þegar niður eftir
thnaröð. Það varð að bíða seinni tíða, að svo miklu leyti, sem það var hægt.11”1
Ennfremur stendur hér: „Séra Árni sagði frá og gekk ýmist um gólf eða
Egði sig upp á dívan. Ég spurði, innti frekar eftir og festi á pappírinn." En
bvort eða að hve miklu leyti söguritarinn kann að hafa beint sögumanninum
]on á ákveðnar brautír, það vitum vér ekki. Slíkar leiðbeiningar geta þó
ráðið miklu um heildarsvip bókar. Sennilega má sjá einhver merki þess að
Þórbergur hafi örvað athygli séra Árna hér og þar, en hversu mikið kann að
hafa kveðið að slíku er vant að segja, þó ef til vill mætti glöggva sig á því
rneð nákvæmri rannsókn.
Hitt er nú augljóst að í samstarfi sínu með séra Árna hafði Þórbergur
bitt á stórkostlegasta þjóðfræði-verkefni lífs síns, sem í rauninni veitti
bonum tækifæri til að svara þeim kröfum sem hann gerði til sjálfs sín sem
þjóðfræði-iðkanda. Að lokin ni Árna sögu gat hann nú snúið aftur til