Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 107
ANDVARI
BUGUMST EKKI, BRÆÐUR GÓÐIR -
105
Þessi fyrstu æviár Auðbjargar í Geirmundarbæ voru þar samtímis í hús-
mennsku hjónin: Sigmundur nokkur Jónsson, Húnvetningur að uppruna, auk-
nefndur svartalogn, og kona hans, Ólöf Vigfúsdóttir. (Pað virðist einhver árátta
meðal fslendinga að uppnefna náungann. Að einhverju leyti kunna þetta að
vera áhrif frá fornritum okkar, þar sem auknefnin eru að sönnu stundum bein-
línis í jákvæðri merkingu.)
Sigmundur var talinn heldur óvorkunnlátur, lét konu sína hafa það að bera
fisk upp úr fleytunni, ef vel hafði fiskazt, en hlífði sér sjálfur.
Árið 1855 kom Sigmundur svartalogn sér upp nýjum bæ þar á Nesinu og
gaf honum nafnið Hlið.
Þegar Auðbjörg var 6 ára, var hún í sóknarmannatali skráð á heimili þessara
Hliðshjóna, Sigmundar og Ólafar. Sjálf voru þau barnlaus. Eftir sem áður
var gefið með henni og sami háttur og fyrr er lýst á hafður. En það bendir
til þess, að Auðbjörg hafi verið tápmikil og hvergi hlíft sér við að taka til
höndum, að tólf ára hækkar hún um mörg, mörg þrep í stiga mannfélagsins,
hún er gerð að ,,tökubarni“ hjónanna á Hliði.
Þegar hún hins vegar er þrettán ára, fer hún að Gestsstöðum á Akranesi til
hjónanna Gests Gestssonar, - hann var kynjaður frá Háreksstöðum í Norður-
árdal (f. 1797, d. 1873). Kona hans var Guðfinna Guðmundsdóttir. Frá þess-
um Gestsstaðahjónum fermdist Auðbjörg vorið 1864, og gefur sóknarprestur-
inn henni þá þennan vitnisburð: vel, sæmilega, dável. Þetta sama ár flutti
Gestur sig um set að Vegamótum. Ári síðar ræðst Auðbjörg sem vinnustúlka
að Grund á Akranesi til Magnúsar Jörgenssonar og konu hans Alríðar Eiríks-
dóttur, og munu spor Auðbjargar Jónsdóttur uppfrá því auðrakin annars stað-
ar í samantekt þessari, eftir því sem tilefni gefst til. Það bendir til þess, að
Auðbjörg hafi átt allgóðu atlæti að fagna í uppvexti, þrátt fyrir það mótlæti
að ,,vera niðurseta", að hún virðist sannarlega vera með öllu óbuguð og eins
og hún vaxi við hverja raun.
Þá víkur sögunni aftur til Sigurðar Eiríkssonar. Þegar hann hafði dvalizt
sjö vistarár í Kalmanstungu við ágætan orðstír, vinsæll og virtur bæði af hús-
bændum og hjúum, brá svo við vorið 1867, að hann kvaddi Kalmanstungu
og lagði leið sína út á Akranes. Margir munu hafa saknað þess, er ljóðaharpa
hans söng ekki framar þarna í fjallabyggðinni og stytti fólki stundir. Og ýms-
um mun hafa fundizt þessi ráðabreytni Sigurðar þeim mun óskiljanlegri sem
hann auk almennra ástsælda var heillaður af tign og töfrandi umhverfi Kal-
manstungu. En það er víst margendurtekin saga, að enginn ræður sinum
næturstað. Sú skýring, sem lá Ijósust fyrir um vistferli þessi, var að á Akra-
nesi átti heima, sem fyrr segir, systir hans, Alríður Eiríksdóttir, og maður
hennar, Magnús Jörgensson, enda vistaðist hann hjá þeim hjónum. Magnús
°g Alríður áttu heima á Grund, er Sigurður réðst til þeirra. Aðalatvinnuvegur
Skagabúa á þessu tímaskeiði var að sækja sjóinn á áraskipum.
Vorið 1869 reisti Magnús sér bæ að Söndum og flutti þangað. Og enn var