Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 130
128
HOLGER KJÆR
ANDVARI
sér útaf í rúmið til að hvíla sig, sagði
gömul kona á Akureyri. Hún er alin
upp á mannmörgu prestssetri á Austur-
landi og lýsir því, hvernig vinnukonurn-
ar drógu vota skó og sokka af vinnu-
mönnunum og færðu þeim þurr plögg
til að fara í. Sá undarlegi siður tíðkaðist
í sveitum, að hver vinnumaður hafði sér-
staka þjónustu, sem annaðist hann:
saumaði fötin hans, stoppaði í sokkana,
gerði honum skó og stjanaði við hann á
alla lund. Oftast fór vel á með vinnu-
manni og þjónustunni hans, og sam-
band þeirra endaði oft með hjónabandi.
Karlmennirnir fengu sér sem sagt lúr,
og kvenfólkið, sem hafði verið á þönum
í búri og eldhúsi eða setið við rokkinn
eða prjónað, það lagði sig nú líka í
um það bil klukkustund. En börnin
langaði ekkert til að fara að sofa. Ef
veður var gott, máttu þau hlaupa út og
leika sér, en annars voru þau kyrr í
baðstofunni. Stundum sátu þau út af
fyrir sig og stungu saman nefjum í ein-
hverjum króknum, en ekkert þótti þeim
eins gaman og að láta segja sér sögur.
Margar vinnukonur sögðu vel frá, og
karlarnir kunnu líka þá list, en engir
sögðu jafn skemmtileg ævintýri og
gömlu konurnar á bænum. Börnin söfn-
uðust við rúmið hjá einhverri þeirra
ellegar skriðu upp í til hennar, sum
sátu á skemlum við rúmstokkinn.
Yngsta barnið sat oft í kjöltu hennar.
Hún kunni Grimms ævintýrin, sem við
þekkjum líka, söguna um Mjallhvít og
um höllina fyrir austan sól og vestan
mána og margar fleiri. En hún kunni
líka íslenzk ævintýri um yfirnáttúrlegar
verur og ófreskjur, um álfa og huldu-
fólk, tröll og risa, fylgjur og drauga.
Börnin gleyptu í sig hvert orð og trúðu
gjarnan því sem hún sagði.
Margir foreldrar voru mótfallnir því,
að börnunum væru sagðar draugasögur
eða gömul hindurvitni, en erfitt var að
sneiða hjá slíku, því að margar sagnir
voru bundnar stöðum og örnefnum í
sveitinni, sem börnin þekktu. Það kom
ekki að sök, ef börnin voru ekkert
hrædd, en sumar sögurnar voru óhugn-
anlegar og undarlegar og æstu ímynd-
unarafl þeirra. Ein var á þá leið, að
prestur nokkur í Hornafirði hefði orðið
börnum sínum að bana og grafið þau
á stöðum, sem allir könnuðust við; og á
dimmum kvöldum, þegar stormurinn
hvein, mátti heyra litlu vesalingana gráta
hin óblíðu örlög sín. Svona sögur létu
ekki vel í eyrum saklausra barna.
Kennari fyrir norðan lýsti því, að úr
baðstofunni á bernskuheimili hans hafi
legið löng og dimm göng fram á hlaðið,
en svört dyragætt úr gluggalausri hlöðu
sneri út í göngin, og drengurinn flýtti
sér alltaf lafhræddur framhjá þessum
stað af ótta við draugana í hlöðunni.
Hann dreymdi líka um þá á nóttunni:
poki, sem hann vissi um, hafði fengið
andlit og færðist í áttina til hans. Með-
an hann var smástrákur og hafði aldrei
komið út fyrir túngarðinn, hélt hann,
að tröll byggju í hrauni, sem hann sá
að heiman frá sér. Það var hellir í hraun-
inu, sem var ekki manngengur, en ein-
mitt í þessu svarta gati áttu tröllin
heima. Hann hafði líka heyrt, að stund-
urn kæmu þau og gægðust niður um
strompinn á eldaskálanum og töluðu
við eldabuskuna.
Slíkar sögur hlutu að hafa mikil áhrif
á unglinga, ekki sízt þegar sögumaður
trúði þeim sjálfur eins og oft átti sér
stað áður fyrr, einkum í Skaftafellssýsl-
um. A gömlum bæ í Hornafirði bjó
aldraður maður fyrir um það bil tuttugu
árum, sem trúði statt og stöðugt á þjóð-
sögurnar, sem hann sagði krökkunum.
Menn sáu hann jafnvel skirpa á eftir
draugunum. Krakkarnir höfðu beyg af
sögunum hans, en þær voru svo spenn-
andi, að þeir vildu láta hann segja frá,