Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 113
ANDVAM
BUGUMST EKKI, BRÆÐUR GÓÐIR -
111
Sigurður Eiríksson
og Auðbjörg Jónsdóttir.
Myndin var tekin 1904.
komu hersins hingaS aðhylltust nokkrir íslendingar (konur sem karlar) kenn-
ingar hersins, gengu honum á hönd og urðu liðsmenn ótrauðir og einlægir.
Auðbjörg Jónsdóttir var meðal hinna alfyrstu, er skipuðu sér undir merki
Hjálpræðishersins. Ótvíræðar heimildir um þetta er að finna í Herópinu (mál-
gagni Hjálpræðishersins) 1. júní 1910. Þá hefur Auðbjörg átt samleið með
þessum söfnuði í 15 ár. Allt öðru máli gegndi í fyrstu um hugrenningar Sig-
urðar gagnvart þessari nýbreytni í trúarefnum. En tildrögum þess, að hann tók
sinnaskiptum og gekk í herinn í október 1895, er lýst af honum sjálfum, á
Ijósu og skínandifögru máli og af barnslegri hreinskilni í frasöguþætti, sem
kann nefndi: ,,Nokkrar línur úr minnisbók S. E.“ Mætti raunar með fullum
rétti nefna þennan þátt Sigurðar: ,,Brot úr sjálfsævisögu“, en samantekt þessi
var birt í Herópinu í september 1902 og hefur nú nýlega verið endurprentuð í
Herópinu, 86. árg. (1981), nr. 1 og 2. Um leið og ég vitna til þessa þáttar í
heild, er það skemmst af að segja, að Sigurður varð brátt höfuðskáld hersins,
frumorti sálma, fleiri en tölu verði á komið, og jafnvel veraldleg ljóð til söngs