Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 132
130
HOLGER KJÆR
ANDVARI
austan úr Öræfum segir, að pabbi sinn
hafi oft sungið með krökkunum, þegar
veðrið var svo leiðinlegt, að þau gátu
ekki farið út. Þá voru sungin alls kon-
ar lög og sálmar, ef lögin við þá voru
falleg. Gömul kona á heimilinu tók
undir með þeim og söng svo þýtt og
blítt, að það var sem hún væri að biðja
fyrir sínum eigin börnum.
Stundum skemmti unga fólkið sér
við að fara með vísur og kepptist þá við
að kunna sem flestar. Vinsæll leikur var
að kveðast á. Þá átti sá fyrsti að hafa
yfir stöku og sá næsti að koma með
aðra, sem byrjaði á bókstafnum, sem
fyrsta vísan endaði á, og þannig koll af
kolli. Væru þátttakendur þrír, byrjaði
sá fyrsti:
Kovidu nú að kvedast á,
karl minn, ef þú getur}
láttu ganga Ijóðaskrá
Ijóst t allan vetur.
Síðasti stafurinn er „r“, og næsta vísa
á því að hefjast á honum. Sá næsti svar-
ar því:
Rymur hátt við róminn þinn
rjáfur nætur-sala.
Hér er myrkur, hani minn,
hvað ert þú að gala?
Síðasti stafurinn er „a“, svo að þriðji
þátttakandinn verður því að koma með
a-vísu:
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða,
mí er komið hrímkalt haust,
horfin sumars hliða.
Nú er röðin komin að hinum fyrsta
aftur að finna a-vísu:
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á hæi
að sækja hæði sykur og hrauð,
sitt af hvoru tæi.
Þá á sá næsti í röðinni að finna i-vísu,
og þannig hélt leikurinn áfram. Flestar
stökurnar byrjuðu á erri, vegna þess
hve margar enda á þeim staf, en vitan-
lega reið á að gera andstæðingnum sem
erfiðast fyrir. Ekkert stoðaði að kunna
vísur, sem byrjuðu á h eða þ, því að
engar vísur enda á þessum bókstöfum á
íslenzku. Ef endað var á ð, var ómögu-
legt að svara, því að engin vísa hefst á
ð, og þess vegna var bannað að nota
þær. Hins vegar var mjög vinsælt að
negla niður keppinautinn með x-vísu og
nauðsynlegt að kunna nóg af þeim, þeg-
ar keppnin harðnaði.
Ef einhver rak í vörðurnar, gat and-
stæðingurinn „kveðið hann í kútinn“
með því að hafa yfir þrjár vísur í röö,
sem byrjuðu á bókstafnum, sem beðið
var urn. Sigurvegari varð auðvitað sá,
sem kunni flestar vísurnar, en oft leið
á löngu áður en einhver þátttakandinn
varð að láta í minni pokann. Stundum
tók fullorðna fólkið þátt í leiknum.
Prestur nokkur segir frá tveimur kon-
um, sem voru sérlega sleipar í þessari
íþrótt og voru vanar að ganga með sig-
ur af hólmi.
„Eitt sinn ákváðu þær að reyna með
sér og byrjuðu að kveðast á klukkan
tólf á hádegi. Þær héldu áfram allan
þann dag, og daginn eftir hófst keppnin
aftur á hádegi. Þær kváðust á til mið-
nættis án þess að reka hvor aðra á
stampinn og sömdu þá frið.“
A þennan hátt lærðu unglingarnir
sand af vísum og kvæðum, og eyrað
vandist hinni sérstæðu, íslenzku kveð-
andi, sem hefur stuðla og endarím. Hag-
mælska íslendinga, sem einkum var
algeng áður fyrr, á eflaust rót sína að
rekja til þess, að skáldgyðjan var dag-
legur gestur á heimilum þeirra allt frá
barnæsku.