Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 99
ANDVARI í RÍKISRÁÐI 1904-1918 97 Árið 1916 sótti ráðherra íslands engan fund ríkisráðs, enda ekki greiðfært landa á milli vegna ófriðarins, en þau mál, sem þýðingarmikil töldust, voru afgreidd utan ríkisráðs með símskeytum, þegar þurfa þótti. I janúarbyrjun 1917 urðu stjórnarskipti. Einar Arnórsson fór frá og við tók þriggja ráðherra stjórn undir forsæti Jóns Magnússonar, svo sem kunnugt er, og var sú breyting bókuð á fundi ríkisráðs hinn 11. janúar 1917, þótt enginn hinna nýju ráðherra væri þar staddur. Á því ári sótti forsætisráðherra nokkra ríkisráðsfundi, en ekkert markvert gerðist þar fyrr en á fundi hinn 22. nóvember. Þannig var, að Alþingi hafði þá um sumarið samþykkt þingsályktunartillögu um fullkominn siglingafána svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á stjórnina að sjá um, að Islandi verði ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði, og ályktar að veita heimild til þess að svo verði farið með málið.“ Stríðsárin höfðu ljóslega sýnt, að íslandi var orðið nauðsynlegt að fá slíkan fána. Af þessu tilefni reifaði nú Jón Magnússon forsætisráðherra þetta mál á áðurnefndum fundi 22. nóvember. Ráðherra lagði til, að konungur féllist á, að fáni sá, sem ákveðinn var með konungsúrskurði 19. júní 1915, yrði löggiltur fáni íslands. Á þetta vildi danski forsætisráðherrann ekki fallast, en hann bætti við: „Af hálfu Dana er það samt að segja, að þeir eru fúsir til nú sem fyrr að semja um þau deiluatriði, sem fram koma um sambandið milli Danmerkur og íslands.“ Jón Magnússon sagðist halda fast við tillögu sína. íslenzka stjórnin legði á það hina mestu áherzlu og Alþingi mundi ekki láta málið niður falla. Konungur talaði á svipaða lund og danski forsætisráðherrann hafði gert. Lengra varð ekki komizt á þessum fundi, en það sem þar skeði, varð til þess, að hreyfing komst nú aftur á sambandsmálið, en það hafði legið um kyrrt síðan 1913. Á næsta ári 1918 varð samkomulag um skipun hinnar svokölluðu sambandslaganefndar, sem náði samkomulagi um sambandslögin á fundum í Reykjavík sumarið 1918, og á þeim grundvelli varð ísland fullvalda ríki hinn 1. desember 1918, svo sem alkunnugt er. Síðasti fundur í danska ríkisráðinu, sem íslenzkur ráðherra sat, var hald- inn daginn áður, hinn 30. nóvember, þar sem sambandslögin voru staðfest. I upphafi fundarins reifaði danski forsætisráðherrann, C. Th. Zahle, gang máls- ins, samningsumleitanirnar í Reykjavík, meðferð sambandslagasamningsins bæði í Ríkisþinginu og á Alþingi, svo og þjóðaratkvæðagreiðsluna á Islandi. Með skírskotun til þess, að öll skilyrði væru uppfyllt, lagði forsætisráð- herrann til, að konungur staðfesti hin dansk-íslenzku sambandslög, þ. e. danska textann, sem átti að gilda sem lög í Danmörku. Hann vakti athygli konungs á því, að nú yrði hinn danski titill hans: Vér Christian X af guðs náð konungur Danmerkur og íslands o. s. frv., en íslenzki titillinn yrði aftur á móti: Kon- ungur íslands og Danmerkur. Jón Magnússon forsætisráðherra, sem alltaf er nefndur „Formanden for Islands Ministerium“ í fundargerðunum, vísaði til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.