Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 147

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 147
Úr endurminningum systur Clementiu Frá komu kaþólsku nunnanna til íslands 1896 Haraldur Hannesson þýddi, ritaði formálsorð og samdi nokkrar skýringar. Ég er kominn á þann aldur, að ég á það stundum til að ganga á vit minn- inganna. Þá reika ég um gamla vesturbæinn, þar sem ég sleit barnsskónum, geng niður að höfn og vestur í Ánanaust. Þar í fjörunni lékum við okkur börn- in, létum smásteinvölur flytja kerlingar á spegilsléttum haffletinum eða veidd- um smáufsa á Kríukletti. Stundum duttum við í sjóinn og komum holdvot heim. Nú er allt þetta horfið og aðeins hugljúfar endurminningarnar eftir. Þannig reika ég áfram, og leiðin liggur upp Stýrimannastíginn í áttina að Landakoti. Þegar ég var barn, var Landakotstúnið að mestu óbyggt, og þar lékum við börnin okkur alla daga. Við vorum hamingjusöm og áhyggjulaus, og tíminn leið allt of fljótt. Áður en varði, tók alvara lífsins við. Efst á hæðinni stóð Landakotsspítalinn elzti og gamla kirkjan, þar sem bróðir Ferdinand1 hringdi klukkum af svo mikilli tilfinningu og svo fagurri hrynjandi, að hljómar þeirra óma enn í huga mér eftir öll þessi ár. Ekki langt frá var prestahúsið og áfast við það Landakotsskólinn, sem fullgerður var árið 1909. Nú er gamli spítalinn og gamla kirkjan horfin og hafa fyrir löngu lokið hlutverki sínu. Það er lífsins saga og tjáir ekki um að fást. En við sem ólumst upp á þessum slóðum finnum til sársauka, og það er eins og hluti af okkur sjálfum sé horfinn og komi aldrei aftur. En lífið heldur áfram, svo er forsjóninni fyrir að þakka. Nú er mikil stofnun risin upp, þar sem gamli spítalinn var, og fögur dómkirkja komin í stað timburkirkjunnar gömlu. Þegar mér verður hugsað til bernskuáranna, geng ég einatt um í graf- reitnum bak við kirkjuna til þess að minnast látinna vina, sem þar hvíla. Hann er friðsæll og fagur og umhirða nunnanna slík, að manni hlýnar um hjartaræt- ur. Maður skynjar, að hér er hlúð að jarðneskum leifum hinna framliðnu af alúð og kristilegum kærleika. 1. Bróðir Ferdinand Reyners var af belgískum uppruna, fæddur árið 1877 í bænum Itter í Limbourghéraði. Hann kom hingað til lands árið 1910 og dvaldist hér til æviloka 1966. Bróðir Ferdinand var lengst af umsjónarmaður búsins og kirkjueignanna í Landakoti og var með afbrigðum duglegur og hugkvæmur búsýslumaður. Hann stundaði frímerkjasöfnun af miklu kappi 0g var á sinni tíð einn kunnasti frímerkjasafnari landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.