Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 116
114
ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON
ANDVARI
38. vísa. Oft til þarfa aðdrátta
út á karfaheiði
fleytir djarfur mastramar
Magnús arfi Vigfúsar.
Við höfum fengið þarna fullt nafn á þessum „djarfa“ formanni, Magnúsi
Vigfússyni, sem „fleytir mastramar“ (skipinu) „út á karfaheiði (út á sæinn,
fiskimiðin). Pað vissu allir Reykvíkingar um langt skeið, að þetta gat eng-
inn annar verið en sægarpurinn á Miðseli, glæsimenni svo að af bar og
mannkostamaður, sem litið var upp til. En nú á dögum kannast vissulega
miklum mun fleiri við Guðmund á Skalla (f. 1890) Jónsson, er um langt árabil
var víðfrægur aflakóngur á togaranum Skallagrími og síðar Eldborginni.
En Magnús Vigfússon á Miðseli var afi Guðmundar skipstjóra Jónssonar í
móðurætt.
En svo snjallt sem þetta kvæði Sigurðar Eiríkssonar er um efni og hag-
mælsku, telst það vart óbilgjörn athugasemd, að allvíða bryddi þar á hálf-
kveðinni vísu hjá höfundinum. Okkur leikur forvitni á að vita enn nánari deili
á stöku formanni, sem vísan er helguð. En að jafnaði lætur höfundur nægja
eina vísu (eða 4 ljóðlínur) um hvern formann um sig. I tengslum við þessa
athugasemd ber að minnast þess, að þá er kvæðið var ort, hefur höfundurinn
eigi séð ástæðu til að teygja mál sitt á langinn með orðaskvaldri um það, sem )
allir í þá daga í umhverfinu vissu upp á sínar tíu fingur um nafngreinda for-
menn. Bent hefur verið á það af fróðum mönnum og glöggum, að næg dæmi séu
um svipaðar veilur (ef veilur skyldi kalla) í fornritum okkar, og það meira að
segja í þeim, sem alfullkomnust eru talin af dómbærum mönnum og spak-
vitrum.
Þetta er 32. vísan í Formannatali Sigurðar Eiríkssonar:
Göltinn ráar Guðmundur
um græðis þjáir mela,
heppinn sá og hugdjarfur
- holtið Lága - er viðkenndur.
33. Hjálparverkin meta má,
mjög er herkinn sýndi
hug með sterkum hann menn þrjá
hreif úr kverkum dauðans þá.
Rætt hef ég við aldraða Reykvíkinga, sem muna vel eftir Lágaholti í Vestur-
bænum. En hvers vegna helgar höfundurinn Guðmundi þessum tvær vísur?
Sigurði er greinilega ríkt í huga hið giftusamlega afrek Guðmundar að bjarga
3 mönnum úr sjávarháska. Ef við leyfum okkur að geta í eyðurnar, dytti okkur
helzt í hug, að björgunarafrek Guðmundar í Lágaholti hafi átt sér stað á