Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 152

Andvari - 01.01.1981, Page 152
150 FRÁ KOMU KAÞÓLSKU NUNNANNA TIL ÍSLANDS 1896 ANDVARI skipstjóri vildi allt fyrir okkur gera, því aS við gættum dætra hans tveggja, sem höfðu fengið leyfi til að fara með föður sínum til Islands. Á hinni löngu sjóferð leitaði hugurinn aftur til móðurhússins í Kaup- mannahöfn og allra systranna þar, sem okkur þótti svo vænt um. Þá leituðum við einverunnar aftur á skipinu og sungum hinn fagra tvíraddaða sálm „Heill þér hafsins stjarna“. Undarlegar tilfinningar gagntóku okkur, er við hugsuð- um til hinna nýju heimkynna, sem við áttum í vændum. Hinn 24. júlí varpaði skipið akkerum á höfninni í Reykjavík. Séra Geth- man kom þegar um borð til þess að taka á móti okkur. Þar sem engin haf- skipabryggja er í bænum, urðum við að fara á smábát í land. Við fórum þegar til einu kaþólsku fjölskyldunnar1 í bænum, þar sem við borðuðum og nutum góðrar gestrisni að íslenzkum sið. En það, sem okkur var þó mest í mun, var að heimsækja Frelsara vorn svo fljótt sem verða mætti í hinum fátæklegu vistar- verum hans hér í Reykjavík. Ekki einungis til þess að leita náðar hans, heldur fyrst og fremst til þess að þakka honum af alhug fyrir það, að hafa haldið verndarhendi sinni yfir okkur á leiðinni yfir ólgandi úthaf og skilað okkur heilum í höfn. Það er erfitt að lýsa tilfinningum okkar, þegar við litum í fyrsta sinn litla timburhjallinn. Á honum var ekkert, sem minnti á bústað Frelsarans, utan lítill trékross á mæninum. En þegar við gengum inn í kirkjuna, vorum við ekki lítið undrandi. Hún reyndist hin snotrasta, þegar inn var komið. Altarið, guðslíkamahúsið og prédikunarstóllinn voru hvítmáluð og féllu vel að tveimur brúnleitum styttum af Guðsmóður og heilögum Jósef. Altaristaflan var mál- verk, sem sýndi heilagt hjarta Jesú, enda er kirkjan helguð því. Fyrstu áhrifin voru þannig betri en á horfðist, ekki sízt fyrir það, að við vorum þess fullviss- ar, að Drottinn vor er ekki síður nálægur í heilögu altarissakramenti hér í þessu fátæklega umhverfi á Islandi en í hinum glæsilegu og miklu dómkirkjum úti um víða veröld. En fyrsta bæn okkar á íslenzkri grund var þó sú, að Frels- ari vor mætti, áður en langt um liði, eignast virðulegri samastað. Okkur fannst sárt til þess að hugsa, að Himnafaðirinn þyrfti að láta sér nægja svo vesælt hreysi, sem hristist og skalf við hin minnstu veðrabrigði og hriplak á einum fimm eða sex stöðum á þakinu. Frá þessari fátæklegu kirkju héldum við til hrisakynna þeirra, sem okkur voru ætluð. Það voru sex lítil herbergi, og reyndum við að gera eitt þeirra að eldhúsi. Við urðum nú að bíða átekta í þessum tómlegu vistarverum, sem hvorki gátu talizt hreinar né snyrtilegar, þar til hægt yrði að sækja húsgögn og annan útbúnað, sem móðir okkar yfirpríórinnan hafði fengið okkur til afnota, 1. Hér er átt við Gunnar Einarsson kaupmann á Hjaiteyri við Eyjafjörð, 1853-1944, og fjöl- skyldu hans, sem þá var að flytjast til Reykjavíkur. Gunnar var sonur Einars Ásmundssonar al- þingismanns í Nesi, tók kaþólska trú á unga aldri og var um árabil eini kaþólski íslending- urinn hér á landi. Hann var um skeið umsvifamikill athafnamaður, reisti stórhýsi hér í borg, en starfaði síðari hluta ævinnar á vegum sonar síns Friðriks hjá Smjörlíkisgerðinni Ásgarði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.