Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 121

Andvari - 01.01.1981, Page 121
ANDVARI ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD 119 vinnur að rannsókn heimakennslunnar íslenzku, en hann vakti athygli ritstjóra Andvara á riti Kjærs og sendi hingað upplýsingar um hann eftir Roar Skov- mand, sem stuðzt hefur verið við í inngangsorðum þessum. Myndir þær, sem hér eru birtar, voru valdar úr myndum, sem Holger Kjær tók á ferð sinni um Island 1929, en börn hans hafa nýlega gefið Þjóðminjasafni Islands kost á myndum, gerðum eftir frummyndum Kjærs, og er stuðzt við þær eftirmyndir hér. I Markmið rannsóknarinnar Þegar uppeldismál bar á góma í hópi frískólamanna hér áður fyrr, var alloft vitnað til íslenzku heimilisfræðslunnar. Fæstir gerðu sér rétta hugmynd um eðli hennar, en einstaka maður kunni þar þó glögg skil á. Á það fyrst og fremst við um hinn ágæta danska skólafrömuð, Ludvig Christian Míiller. Á unga aldri dvaldist hann hálft annað ár á íslandi, 1832-33, og við heimkomuna birti hann fjörlegar greinar um íslenzk uppeldis- mál. Hann segir, að það hafi vakið furðu sína, hve íslendingar stóðu á háu menn- ingarstigi, ek'ki einungis ákveðnar stétt- ir, heldur allur almenningur og vinnu- fólk. Það er ekki siðfágunin, sem ein- kennir Islendinga, „á því sviði standa þeir að baki hinum svokölluðu menn- ingarþjóðum, heldur sönn menning, stað- góð þekking og heilbrigðar skoðanir.“ Forsenduna fyrir þessu telur hann fyrst og fremst vera þá, að heimilin annast uppeldið að öllu leyti. „Á íslandi er lýðmenningin engin vermihússjurt - það getur hún senni- lega hvergi orðið - heldur voldugt tré, sem stendur jafnt sumar sem vetur und- ir berum himni og hlýtur aðeins þá um- hirðu, sem veitt er af áhuga og endur- gjaldslaust." Unglingarnir hjálpuðu til á sveita- heimilunum eða stunduðu sjóinn með þeim eldri. „Jafnskjótt og kraftarnir leyfa, spreyta þeir sig á sveitavinnu eða sjó- sókn og lærðu því snemma að gera gagn og vinna fyrir sér í sveita síns andlitis.“ Þeir lærðu lestur á heimilinu og hlust- uðu á fornar sögur, sem á Islandi hafa varðveitzt mann fram af manni, og Is- lendingar „lifa í gamla tímanum, all- sendis ólíkt því sem þekkist á megin- landinu. Þeir vita allt um ætt sína og stæra sig af eða skammast sín fyrir for- feðurna.“ Sú rannsókn, sem gerð verður grein fyrir hér á eftir, var gerð í þeim tilgangi að kynnast því, sem Ludvig Christian Muller talar um. Ég tók mér því ferð á hendur sumarið 1929 og dvaldist á Is- landi í fjóra mánuði. Ég fór ríðandi hringinn í kringum landið og leitaði uppi fólk, sem gat frætt mig um heim- ilisfræðsluna, sem enn er við lýði á nokkrum stöðum. Ennfremur reyndi ég að afla mér upplýsinga um ástandið eins og það var, meðan engir skólar voru til í landinu. í Reykjavík hitti ég ýmsa menn, sem höfðu áhuga á málinu og hjálpuðu mér að undirbúa ferðina. Þeir lýstu aðstæðum í stórum dráttum og bentu mér á fólk víðs vegar um land, sem ég hefði gagn af að hitta. Þegar ég hafði áttað mig á hlutunum, lagði ég af stað. Ég tók mér far með strandferðaskipi til Akureyrar, keypti þar tvo hesta og reið austur að Mývatni. Þar kom ég á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.