Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 102

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 102
100 ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON ANDVARI er hann var 10 ára. En ekki varð nú Sigurður til eilífsnóns þar utan Skarðs- heiðar. Þegar hann er ellefu ára, færir sóknarpresturinn í Reykholti hann í sóknarmannatalið þar, og fær hann þá skjól á Hæli í Flókadal. Húsráðendur þar voru þá Þorsteinn Þorsteinsson (33 ára) og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir (30 ára). Ekki benda heimildir til þess, að Hælshjónin hafi átt nokkrum skyldum að gegna við foreldra drengsins né venzlafólk. Og því er það sérstaklega eftirtektarvert, að presturinn telur Sigurð ,,léttapilt“, en ekki niðursetning, hreppsómaga, sveitarómaga eða á sveitinni, eins og prestar færðu trúverðuglega í kirkjubækur á tímaskeiði þessu, ef um þurfamannabörn var að ræða. - Og það verða fyrir okkur í prestsþjónustubókum nafngiftir á slíkum blessuðum olnbogabörnum þjóðfélagsins, sem sveið ennþá sárar undan en þeim, sem hér hafa verið tilfærð. Orðið ,,léttadrengur“ fullvissar okkur um það, að Sigurður litli hafi verið tekinn af Hælshjónunum án meðgjafar. Þetta má sannarlega annálsvert teljast á þessum tíma. Sigurður hefur verið tápmikill drengur, siðlátur og dyggur, og því kom hann sér vel við alla. En hann var ákaflega tilfinninganæmur og kenndi því hið innra saknaðar og sársauka sökum þess öryggisleysis að eiga allt brautargengi sitt undir náð og miskunnsemi alvandalausra. En ekki var Sigurði til setunnar boðið til langframa í Reykholtsdalshreppi. Árið 1854 færir Reykholtspresturinn Sigurð meðal brottvikinna úr prestakall- inu: ,,léttapiltur frá Hæli inn í dali" (svo í kirkjubók). Og þetta sama ár er skráð í kirkjubók Kvennabrekku - Stóra-Vatnshorns: „Innkominn í sóknina Sigurður Eiríksson 15 ára, smali frá Hæli að Skarði“ (í Haukadal í Dölum vestur). En þótt svo sé látið heita, að hann fari að Skarði, þá hefur dvöl hans þar vart verið nefnandi. Sigurður átti heima í Skriðukoti í Haukadal, meðan hann dvaldist þar vestra. Hjónin þar voru: Einar Skeggjason og Leópoldína Níelsdóttir. Undir lið fermdir í Stóra-Vatnshornssókn árið 1854: „Sigurður Eiríksson 15 ára“ (líklega er það af hagrænum ástæðum, að Sigurður er hér ávallt talinn ári eldri en hann raunverulega er) „bólusettur (að sögn) í Borgarfjarðarsýslu.“ Vitnisburður sóknarprestsins, sem um þessar mundir var Guðmundur Einars- son, móðurbróðir Matthíasar Jochumssonar: ,,læs, kann og skilur nokkurn- veginn, frísklundaður." - Margan vitnisburðinn um fermingarbörn hef ég lesið í kirkjubókum, síðan ég tók að stunda þær „bókmenntir“. En orðið frisk- lundaður í umsögn Guðmundar Kvennabrekkuklerks um Sigurð Eiríksson er þar algjörlega sér á blaði. Það er alls ekki víst, að allir verði ásáttir um merkingu orðsins „frísklund- aður“. - En skyldi prestinum ekki hafa fundizt eitthvað hressilegra og djarf- legra í viðmóti þessa örsnauða aðkomudrengs en hann átti von á? Vart verður ráðið af tiltækum heimildum, hvað olli því furðulega tiltæki, að senda Sigurð úr heimabyggð sinni til vandalausra í Dölum vestur, innan við fermingaraldur. En Sigurður stóðst þá þolraun. Hann þurfti aldrei þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.