Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 134
132 ÞORSTEINN GYLFASON ANDVARI Rawls eða hljómfræði Schönbergs. Hér er hollt að minnast þess að Clerk Maxwell sótti grunnhugmynd frumeindafræða sinna í tölfræði um glæpi og glæpamenn eftir Quetelet, rétt eins og Darwin fékk eina helztu hug- mynd sína úr fólksijöldahagfræði eftir Malthus. Eðlisfræðingar sjálfir eiga til að halda fram miklu æðisgengnari hugmyndum en þessum um framfar- ir fræða sinna: sumir hafa sagt þau stefna á þýzka hughyggju, og aðrir að þau muni staðfesta Bókina um veginn áður en lýkur. Kannski hér sé leið, hjá þeim Anaxíntander og Pýþagórasi, til að gera grein fyrir mætti tónlistarinnar: þá að tónlist höfði til réttlætiskenndar okkar sem ætti að virðast nógu máttug til þess að gera okkur veldi tónlistarinnar skiljanlegt. Faðir minn sagði einhvern tíma að af tónlist mætti að minnsta kosti læra kurteisi. Kurteisin skapar manninn, segja Englendingar, og því þá ekki hinn réttláta mann? Við þetta bætist svo að ríki réttlætisins sýnist vera sjálfstætt ríki, óháð ríki sannleikans og vísindanna. John Rawls kenist svo að orði í Kenningu um réttlœti: Réttlætið er höfuðkostur á stofnunum samfélags, eins og sannleikurinn er á kenning- um. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sarna hversu haganlega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglátar verður að breyta þeim eða bylta.' Hér eru ríkin tvö og ekki eitt. En eru þau tvö? Eru ríki sannleikans og ríki réttlætisins tvö sjálfstæð ríki? Það er ein bærileg ástæða til að spyrja þessarar spurningar: réttlæti er sanngirni, að minnsta kosti á íslenzku. Ég hef reynd- ar gengið lengra og lialdið því fram á öðrum vettvangi, og reynt að rök- styðja það að nokkru marki, að réttlæti — hvaða réttlæti sem vera skal - sé ekkert annað en sannmæli.8 Kannski ég megi fara fáeinum orðum um þetta efni hérna líka ef ég fer svolítið aðra leið að því en þar. Sannmælishugsunin kviknaði fyrst af einu orði; það er eins og í kvæði Stephans G. um hafrænuna: mér skapar veröld með einstökum orðum íslenzkan nú, eins og hann gerði forðum.9 En raunar þarf enga íslenzku til, sem bezt sést á því að Joel Feinberg, einn bezti stjórnspekingur Bandaríkjanna sem nú er uppi, hefur hugsað sömu hugsun um réttlæti og ranglæti refsinga, án þess að kunna íslenzku svo vitað sé, og sækir hana reyndar að nokkru til annarra: Immanuels Kant til dæmis, og þar á ofan til ýmissa bandarískra fræðimanna um refsirétt.111 Samkvæmt þessari hugsun er það eðli refsingar að vera sannur eða ósann- ur dórnur um mann frekar en að vera einvörðungu réttlátur eða ranglátur dómur, í einhverjum sjálfstæðum skilningi, fyrir unnið verk; það er hlut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.