Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
um endemum og má um það efni vísa til greinar Sigurðar Líndals prófess-
ors, „Moldviðri um Menningarsjóð“ í Morgunblaðinu 16. maí 1992.
Moldviðrið sem vísað er til í nafni greinarinnar kom þannig til að fulltrúi
sem sæti tók í menntamálaráði af hálfu núverandi ríkisstjórnarmeirihluta
neitaði að vinna það verk sem honum var ætlað, að ákvarða að leggja
Bókaútgáfu Menningarsjóðs niður. Raunar sýnir Sigurður Líndal fram á að
slík ákvörðun var alls ekki á valdi menntamálaráðs, heldur Alþingis eins.
En menn láta ekki lagaboð hefta sig nú á dögurn þegar mikið liggur við og
umræddum fulltrúa var við fyrsta tækifæri vikið úr menntamálaráði til að
unnt væri að ganga frá máli þessu. Nú er svo komið að Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs hefur verið lögð niður, án lagabreytinga, og hafa þeir sem að því
stóðu óneitanlega tryggt sér sérstakan sess í menningarsögu síðustu ára-
tuga.
Þessi bókaútgáfa hefur verið rekin í meir en sextíu ár og hafa komið frá
henni fjölmörg merkisrit sem alls óvíst er að aðrir útgefendur hefðu komið
á framfæri. í ályktun sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslu-
gagna, sendi frá sér 30. maí 1992 í tilefni aðfararinnar að Menningarsjóði
kemur fram viðurkenning á starfi hans og áhyggjur af framtíð fræðiritaút-
gáfu í landinu: „Menningarsjóður hefur á undanförnum árurn gegnt mikil-
vægu hlutverki. Á vegum sjóðsins hafa verið gefin út fjölmörg vönduð
fræðirit sem hafa haft verulegt menningarlegt gildi. Hér ber að minna á
hinn mikla árangur við útgáfu vandaðra rita er fjalla um land og sögu, nátt-
úru og menningu og náð hafa augum alls almennings. Einnig hefur Menn-
ingarsjóður gefið út ýmis verk sem höfða til minni lesendahópa en eru
engu að síður mikilvæg. Vönduð fræðirit efla íslenska tungu og menningu
ekkert síður en góð skáldverk. Nú þegar flest bendir til þess að bókaútgáfu
á vegum Menningarsjóðs verði hætt er mikilvægt að leita leiða til að tryggja
að hagur fræðiritaútgáfu verði ekki fyrir borð borinn.“
Þetta sagði í ályktun Hagþenkis. Aftur á móti fann enginn þeirra manna
sem stýrt hafa Menningarsjóði hvöt hjá sér til að verja stofnunina opinber-
lega meðan aðförin fór fram. í forustugrein Alþýðublaðsins 12. ágúst 1992
mátti lesa lítilsvirðingarorð um Bókaútgáfu Menningarsjóðs og gengið svo
langt að segja að „meginhluti útgáfunnar orki tvímælis sem ríkisútgefin
menningar- og fræðiverk.“ Eftir að Morgunblaðið hafði prentað þessi orð
og önnur álíka í forustugreininni upp athugasemdalaust, birti Einar Lax-
ness, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs, grein í
Morgunblaðinu 25. ágúst 1992, „Andmæli við óhróðri Alþýðublaðsins“,
þar sem hann sýnir fram á hve rangt og ósanngjarnt þetta er. Ritstjórar
Morgunblaðsins gerðu athugasemd við orð Einars og sögðust vera þeirrar
skoðunar „að þessi gamalgróna og virðulega stofnun geti enn haft á hendi
útgáfur á sérstökum ritum sem nauðsynlegt er að koma á framfæri.“ Má