Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 75
ANDVARI „ALT ER LYGI NEMA ASTIN" 73 þeirrar aukapersónu sem mest rúm tekur í sögunni. Þar að auki er Diljá helsta kven- persóna sögunnar og í ljósi þess kvenhaturs og hinnar klofnu afstöðu til kvenna, sem áður hefur verið minnst á, er fróðlegt að athuga sérstaklega hvernig henni er lýst og hafa um leið persónulýsingu Steins til hliðsjónar. Hugmyndir og lífsviðhorf Steins Elliða er ekki nýstárlegt viðfangsefni. þar sem umfjöllun um Vefarann hefur hingað til einkum beinst að þessu. Hins vegar hefur lít- ið sem ekkert verið minnst á lífsviðhorf Diljár, sem er þó ekki síður athyglisvert, einkum vegna þess að það er algjör andstæða við lífsviðhorf Steins Elliða og veldur hugmyndalegum átökum í sögunni. I þessari ritgerð verður reynt að einblína ekki bara á viðhorf Steins Elliða til kvenna, heldur athuga þau viðhorf til kvenna sem koma fram í sögunni og sýna fram á, hvernig þau endurspegla andstæð lífsviðhorf. (6, bls. 13) Margrét Eggertsdóttir bendir á að greina verði á milli viðhorfs söguhöf- undar og Steins Elliða til kvenna og gerir muninn á viðhorfi þeirra að við- fangsefni sínu. Margrét skynjar að talsvert vanti upp á að þeir Peter Hall- berg og Erik Sönderholm takist á við alla þætti verksins. Viðfangsefni þeirra er að hennar mati fyrst og síðast Steinn Elliði. Hann er viðmiðun þeirra og útgangspunktur. Margrét, eins og þeir Peter Hallberg og Erik Sönderholm, telur Stein Elliða aðalpersónu sögunnar og helstu ráðgátu og viðfangsefni, en hún vill að Diljá skipi veglegan sess við túlkun sögunnar. Matthías Viðar Sæmundsson hlustar ekki á rödd Margrétar. Hann fjallar um Stein Elliða sem „söguhetju“ verksins en sá sem les túlkun hans á erfitt með að átta sig á því hvers vegna hann er söguhetja verksins. Nægir Steini Elliða að vera karlmaður til þess að vera talinn söguhetja eða þarf eitthvað annað til? Annars kafar Matthías Viðar ekki djúpt í umfjöllun sinni um Vefarann mikla frá Kasmír. Matthías fer þá leið að líta á Vefarann í sögu- legu samhengi. Hann tengir verkið sögutíma þess, fyrri heimsstyrjöldinni og þeirri þróun sem átti sér stað í íslenskri bókmenntasögu. Um leið rennir hann augunum yfir menningarbyltingu Evrópu í lok 19. aldar og við upphaf 20. aldar. Hann varpar ljósi á nýja sýn myndlistarmanna, tónskálda, rithöf- unda og vísindamanna. Hann lýsir breytingum á félagsháttum og hug- myndalífi íslendinga og áhrifum þeirra á þróun þjóðlífsins. Hann tengir Vefarann verkum annarra höfunda eins og Gunnars Gunnarssonar og Dostojevskís. Matthías Viðar skynjar Stein Elliða sem miðju verksins og miðar túlkun sína við miðjuna. Allt annað er aukaatriði. Matthías bendir á að Steini Elliða gangi illa að samræma líf sitt og heim, laga sig að niður- stöðu. Hann gerir sér grein fyrir vandanum við að ná verkinu saman en áttar sig ekki á eigin blindni. Vandi Matthíasar er ekki sértækur vandi hans sjálfs sem lesanda heldur vandi fjölda karlmanna sem lesa og túlka veruleikann en eru blindir á veruleika kvenna og skynja því ekki konurnar í verkinu. Til þess að skilja vanda Steins Elliða þarf túlkandinn að hætta sér út í túlk- un á Diljá og umfjöllun um vandann sem fylgir ástinni. Pað gerir Matthías
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.