Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 158
156
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
leikvöll. og spillingin gerir baráttuna svo illkynjaða og úrslitalausa sem hún er. Á
slíkri öld var enga samninga hægt að gera, engum heitorðum óhætt að treysta.. . En
mitt í þessari illu ólgu sjáum vér sagnaritunina, og oss finnst hún jafnundarlegt fyrir-
brigði og ef vér sæjum lygnan bergvatnsál mitt í freyðandi jökulelfi.
Skýringuna finnur Nordal í trúarskiptunum, sigri kristinnar lífsskoðunar
yfir hinni heiðnu.
Þær voru allt of ólíkar til þess að þær gætu til lengdar þrifizt saman eða önnur komið
smátt og smátt í hinnar stað. Milli þeirra hlaut að verða siðferðislaust skeið, þar sem
gamli siðurinn var í dauðateygjunum og sá nýi enn í reifum. íslendingar á Sturlunga-
öld höfðu lært að virða hinar heiðnu manndyggðir að vettugi: þeir þekktu vald sem
gat gefið þeim lausn fyrir eiðrof og níðingsverk. En hinar kristnu dyggðir voru enn
ekki komnar í hið auða skarð. Þeir höfðu sleppt öllum hinum fornu hömlurn á ástum
karla og kvenna. Kirkjan hafði kennt þeim, að lausung væri syndsamleg, en af því að
kenningin var ntagnlaus, varð hún ekki til annars en minna menn á syndirnar og
krydda þær með gælismekk forboðinna ávaxta.
Pessi túlkun er auðvitað langsótt. Þó tekur Einar Ólafur undir hana að
nokkru leyti:24
. . . allt síðan kristni kom í land, hlaut að vera barátta í hugum margra manna milli
hennar og heiðinnar siðaskoðunar. Þegar nokkuð reyndi á, mundi siðferðislegt jafn-
vægisleysi koma í Ijós, menn höfðu nokkuð af hvorutveggja og brutu móti því á víxl.
Petta eru skýringar á siðleysi í sjöttu til tíundu kynslóð frá kristnitöku, og
þá held ég trúarskiptin séu orðin allt of fjarlæg til að við fáum fest hendur á
afleiðingum þeirra. Við sjáum kannski andstæður ólíkra siðaboða. En and-
stæður klerklegs og veraldlegs siðferðis voru nú víða til í kristnum löndum
og þurfti ekki heiðinn arf til. Islendingar höfðu tekið kristna trú á því tíma-
bili þegar afar ribbaldaleg hermannamenning setti svip á forustulönd
kristninnar, jafnvel á forustu kirkjunnar sjálfrar svo að páfastóllinn suður í
Róm var sannkristnum hugsjónamönnum uppspretta sífelldrar hneykslun-
ar. Síðan komu upp voldugar siðbótarhreyfingar, hver með sínu móti; ein
er kennd við klaustrið í Cluny, önnur við klaustrið í Citeaux eða heilagan
Bernharð, enn önnur við heilagan Frans frá Assisi og förumunkareglu
hans, og áfram mætti telja. Það þarf ekki að leita út fyrir kirkju eða kristni
til að finna árekstra mismunandi lífsskoðana og skarpar andstæður eldri og
yngri hugsunarháttar.
Og svo er ekki heldur svo auðvelt, þegar sjálfum ófriðnum sleppir, að
gera skörp skil milli siðferðis - eða siðleysis - Surlungaaldar og aldanna á
undan og eftir. Við vitum að vísu meira um Sturlungaöld og finnum þá
fleiri skýr dæmi um hvað eina, bæði dyggðir og lesti. Einar Ól. Sveinsson
rekur þetta skilmerkilega, löst fyrir löst. T.d. sýknar hann Sturlungaöld af