Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 118

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 118
116 ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI hundrað árin. Eitt vitið er það að hver kynslóð listamanna, eða hver nýr skóli, gerir uppreisn gegn fyrirrennurum sínum með því að fara einhvern veginn allt öðru vísi að en þeir. Æðsta boðorðið er að búa til eitthvað nýtt, að vera frumlegur, í margfalt ríkari mæli en verið hafði í listasögunni fram að því. Það er freistandi að hugsa sér að þessi hugsjón sé sótt til vísindanna eða tækninnar. Því höfuðeinkenni á vísindum og tækni er að hvorttveggja á sér samfellda byltingarkennda sögu þar sem hver nýjungin rekur aðra, og það sem var gott og gilt í gær er ónýtt í dag. Eins eru listamenn alltaf að gera „tilraunir“ nú til dags. Hvert skyldu þeir sækja hugmyndina að því? Reyndar las ég einhvers staðar að raunsæis- stefnan í bókmenntum hefði orðið til í Frakklandi á síðustu öld þegar Emil Zola las Inngang að tilraunalæknisfræði eftir Claude Bernard, en sú bók er móðurrit nútíma lífeðlisfræði. Bók Bernards er fyrst og fremst kennslubók í vísindalegri aðferðafræði, og þeim vísindalegu aðferðum vildi Zola beita við skáldsagnagerð og taldi sig gera það. VI Sigurður: Við gætum velt fyrir okkur þremur spurningum um listir og vísindi - og höfum reyndar gert það - (1) er athöfnin að skapa list og vinna að vísinda- legri uppgötvun skyld eða sambærileg? (2) Er sams konar hugsun að baki þeirri athöfn, t.d leit að skilningi eða samræmi? (3) Hver eru áhrif vísind- anna á listir eða öfugt? í fjórða lagi finnst mér það áhugaverð hugmynd hjá Grikkjum að algild fegurð sé til, og þannig góð og vond list. Kannski ég komi að því í lokin. Það er auðvitað alveg rétt sem Þorsteinn segir, að mestur hluti þess að skapa listaverk eða gera vísindalega uppgötvun er vinna - að finna rétt rímorð eða hljómaröð, og möndla með tilraunaglös eða stærðfræðilíkingar. I vísindunum skiptir það kannski mestu máli að finna sér verðugt og leys- anlegt viðfangsefni - vísindin eru list þess leysanlega - og í listunum að fá sér góðan umboðsmann. Það er að segja, ef tilgangur æfingarinnar er sá að „ná árangri“ sem kallað er en ekki bara að þjóna lund sinni. Hið síðar- nefnda er víst að vera amatör. Þannig er athöfnin líklega hin sama, og snilligáfa lista- og vísindamanna kannski helzt fólgin í áframhaldinu, sem Þorsteinn nefndi svo - í þeim áhuga á viðfangsefninu eða vilja til árangurs að halda áfram að klappa steininn. Enda hafði Leifur Ásgeirsson það einu sinni eftir Isaki Newton í mín eyru að ein tegund snilligáfu sé það að hugsa alltaf um sama hlutinn. En það er ekki nóg eins og dæmin sanna. Eftir suma höfunda liggja tugir ómarkverðra bóka, en flest kvæði Jónasar Hallgrímssonar voru tækifæris-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.