Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 auka þær. . .“ Við þessar aðstæður sé erfitt „að gera nútímafólki skiljan- legt að þjóð okkar hafi átt vinsælan og dáðan leiðtoga, og þá gerist það eðlilega að fólk hættir að trúa öllu sem því er sagt um Jón Sigurðsson. Margir flýta sér að gleyma því sem þeir læra um hann í skólum og kannast ekki meira en svo við hann þegar fréttamenn og félagsfræðingar spyrja þá seinna. Aðrir tala ekki um hann nema í hálfkæringi.“ Þessi nokkuð ögrandi orð Gunnars Karlssonar voru formáli að ^reinum um Jón Sigurðsson eftir hóp sagnfræðinema við Háskóla íslands. Eg tel að þau eigi erindi á síður Andvara, hins forna málgagns Jóns, ekki síst vegna þess að Andvari hefur alltaf lagt mikla rækt við persónusögu. - Um Jón er þess að geta að í seinni tíð hefur raunar nokkuð verið fjallað um hann við hæfi nútímafólks, til dæmis í einkar læsilegu yfirlitsriti eftir Einar Laxness. Vafalaust þarf að gera meira af slíku. - En þótt menn vilji gjalda varhug við persónudýrkun skyldu menn ekki fara yfir í hinar öfgarnar og lítilsvirða eða afneita hlut forustumanna í mótun sögunnar. Persónusagan hefur auk þess þann kost að sé vel á haldið er hún skemmtilegri en nokkur önnur sögurit. Ég tel rétt að líta á einstaka forustumenn sem fulltrúa ákveðinna hreyfinga í þjóðfélaginu, fremur en að hefja þá til skýjanna sem einangraða örlagavalda. Hófsamlega rituð saga forvígismanna þar sem reynt er að gæta víðsýni og réttdæmis er vel til þess fallin að halda lifandi áhuga al- mennings á sögu sinni og rótum þess samfélags sem við lifum í og oft sýnist næsta laust í rásinni, - að ekki sé meira sagt. Á slíkum tímum er sérstök þörf að hyggja að samhengi sögu og samtíðar. Æviágrip Andvara og aðrar greinar ritsins um menningarsögu þjóðarinnar eiga að vera lítill skerfur til þess. Auðna mun ráða hvert framhald þessa aldna rits verður. Vonandi lifir það og dafnar áfram, þó ekki sé til annars en halda í heiðri minningu Jóns Sigurðssonar sem er okkur dýrmæt, hvort sem menn vilja alltaf kannast við það eða ekki. En meiru skiptir þó að sú menningarrækt sem Andvari er fulltrúi fyrir verði ekki látin niður falla. í því efni þurfa menn að halda vöku sinni því að nú er ekkert öruggt eða sjálfsagt lengur. Því fé sem varið er í þessu skyni er vel varið og aldrei skulum við leggja eyru við því tali að halli á fjárlögum geri nauðsynlegt að leggja niður menningarstofnanir. Hvað sem öllum barlómi líður erum við íslendingar með ríkustu þjóðum. Og hvað kostar það litla þjóð, þegar til lengri tíma er litið, að vanrækja sína þjóðlegu menningu? Hugleiðum það á öld þjóðabandalaga og efna- hagssamruna. Gunnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.