Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 98
96 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI Með öðrum orðum er tilgangur minn örlítil hugmyndafræðileg athugun: Um hvað snýst verkið þegar grannt er skoðað, er unnt að greina þar eitt- hvað sem kalla mætti lífsviðhorf? Séra Jón á sér tvo andstæða póla í sögunni. Annars vegar er hinn garnli vinur hans Godman Sýngmann en hins vegar samfélagið sem hann þjónar. Fjallrœðan í bókinni Seiseijú mikil ósköp, sem kom út 1977, segir Halldór á einum stað: „Ég hef oft reynt í bókum mínum að búa til fólk einsog í Fjallræðunni og Ólafur Kárason Ljósvíkíngur er einn af þeim.“ (Bls. 79-80) Það er eftir- tektarvert að skáldið segist oft hafa reynt að búa til fólk eins og í Fjallræð- unni. En nefnir þó aðeins eina sögupersónu. Lesandi Kristnihaldsins hlýtur að sjá tengslin milli þessa fólks í Fjallræð- unni og séra Jóns Prímusar á augabragði. Maður sem sífellt er að tala um akursins liljugrös og fugla himinsins, sem sífellt er að benda til náttúrunnar og iðkar þann áhyggjulausa en ábyrga lífsstíl sem tekur mið af þeim skepn- um sem vinna hvorki né spinna, er holdi klædd persóna beint úr Fjallræð- unni þar sem talað er um sælu hinna fátæku, miskunnsömu og hógværu.5 Orð eins og akursins liljugrös eða fuglar himinsins eru úr biblíumáli en ekki hversdagslegu tungutaki fólks og eru því bein skírskotun til Fjallræð- unnar. Umbi bókar í kompu sína þessi orð: „Hann (séra Jón) er einn af þeim fáu mönnum í heiminum sem eru svo ríkir að þeir hafa efni á að vera fátækir“ (bls. 302).6 Hvers eðlis er sú auðlegð? Tilvitnanir séra Jóns til Fjallræðunnar og fimmtugasta Davíðssálms, þar sem einnig er minnst á „akursins liljugrös“ (bls. 219),7 fela í sér samkennd með náttúrunni, í stuttu máli eins konar náttúrudulhyggju. Vissulega nær Halldór markmiði sínu í persónu Ólafs Kárasonar vegna þess að hann er einnig sá sem líður fyrir réttlætis sakir, við hann eiga þessi orð Fjallræðunnar: Sælir. . . eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlæt- inu. I Heimsljósi er þjáning hins réttláta meginþemað. I Kristnihaldinu hefur skáldið farið aðra leið. Hér er það enn sem fyrr hinn réttláti sem málið snýst um. En sögupersónan er þó ekki kvalin af sjúkdómum eða sambúð við sjúka konu hvað þá bundin aftan í hross og síðan hæddur og barinn fyrir hinum veraldlegu yfirvöldum. Hér er maður sem situr og horf- ir á brambolt heimsins með kaldhæðnislegu glotti. Það er að segja þegar hann á stund aflögu frá þjónustu við fólk og skepnur. Hér er maður sköp- unarverksins og maður þjónustunnar, maðurinn sem hefur í jafnvægi það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.