Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 105
andvari
103
LILJUGRÖS OG JÁRNINGAR
þau lífsgildi sem samfélagið tekur helst gild. Fyrir bragðið verður sá sem er
sannleikans megin hlægilegur og sá sem er á réttri leið er sá sem þjáist.
Mennska
Eins og víðar hjá Halldóri snýst mennskan um það samband sem hér er
komið á dagskrá. Mismunandi greinilegar skírskotanir til samlíðunarinnar
eða til sampíníngarguðfræði 12tu aldar leiða lesandann hins vegar enn bet-
ur á þá slóð sem færir hann nær markinu eins og þegar hefur verið vikið
að.211 Hér á ekki að þurfa að rifja upp þekkt orð úr verkum skáldsins eins
og þessi úr Sjálfstæðu fólki: „Samlíðunin er uppspretta hins æðsta
saungs“.21
Séra Jón Prímus er fulltrúi þessa sama lífsviðhorfs. Þjónusta hans er
þjónusta í verki en ekki aðeins í orði. Hann er fulltrúi vita activa, hinnar
skilyrðislausu þjónustu við manninn og raunar ekki aðeins við manninn
heldur við sköpunarverkið í heild sinni. Hann vílar ekki fyrir sér að fara og
járna hross á nóttu sem degi eða gera við vélar hvernig sem á stendur,
hann hikar ekki við að gefa allt sem hann getur gefið, allar eigur sínar (bls.
162) og jafnvel þeirrar kirkju sem hann þjónar, gefa í eldivið þaðan sem
gjafirnar eru óafturkræfar. Hann er fulltrúi þess lífsviðhorfs sem þarf engar
þakkir, ekkert lofsyrði, þjónustan er algjör. Hann er maðurinn sem tekur
þessi orð til sín: „Far þú og sel allar eigur þínar og gef fátækum og munt þú
fjársjóð eiga á himni. . (Mark. 10,21).
Lokaorð
I upphafi þessa erindis var stefnt að því að sýna fram á að ákveðið lífsvið-
horf væri undirstraumurinn í persónunni séra Jón Prímus, lffsviðhorf sem
er að finna í verkum Halldórs að öðru leyti mismunandi sterkt. Petta lífs-
viðhorf lýsir sér í því að samlíðunin sé inntak mennskunnar. Samlíðunin,
sem gerir ofurmannlega kröfu til mannsins, er inntak sannrar mennsku.
Umgjörðin er týpan sérkennilega og fyndna, svarandi írónískt, villandi
og þverstæðukennt en innihaldið er skilaboð um mennskuna. Sveitaprest-
urinn er fulltrúi lífsviðhorfs sem er ævinlega á skjön við meginstrauminn,
frá sjónarhóli slíks fólks er venjulegt fólk, venjulegt samfélag og venjuleg
lífsviðhorf alveg óvenjulega spaugilegt.