Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 145
ANDVARI
AFREK í ÍSLENSKUM MENNTUM
143
á íslensku. Pví er við ljón leikfang að þreyta. Helgi hefir sigrast á þeim
vanda af snilld, og sést varla á orðavali eða orðaröð að hann hafi þurft fyrir
því að hafa.
Hann hefir ekki reynt að stæla margslungna og blæbrigðaríka bragar-
hætti grísku kórljóðanna, enda vandséð að það yrði íslenskum lesendum til
yndisauka. Sama á við anapaista eða öfuga þríliði sem kórnum eru lagðir í
munn. F>að myndi gerlegt, en hljómfallið hentar illa íslensku máli og kynni
að verða rykkjótt. Þó orti Jónas „Nú er vetur úr bæ“ gullfallega undir þeim
hætti. Þess í stað stuðlar Helgi ljóðlínur, mislangar eftir efni, og bregður
fyrir sig tvíliðum og þríliðum, rísandi og hnígandi eftir atvikum, en alltaf
hnökralaust svo unun er að lesa. Orð kórsins í Ieikriti Evrípídesar, Medeu,
l. 1085-1120, eru gott dæmi um öfuga þríliði sem hann snýr með þessu
móti.
Það sér á þýðingum Helga að hann hefir í senn orðaforða og málsmekk
meiri og betri en flestir menn aðrir. Þess nýtur hann í glímunni við grísku
bragarhættina. Samtöl grískra harmleikja er að því leyti torvelt að þýða,
m. a., að þau eru kynleg blanda upphafins og hátíðlegs málfars og hvers-
dagslegs og blátt áfram orðalags. Með sjaldfengnum og torræðum orðum
og óvenjulegri orðaröð ljá skáldin máli sínu hátíðleik sem sæmir goðsögu-
legu efni og trúarathöfn, en jafnframt grípa þau iðulega til venjulegs alþýð-
legs orðalags sem verður að vera þegar mönnum eru gerð upp orð og þeir
skiptast á skoðunum. Illmögulegt er að þræða frumtextann að þessu leyti,
en reynandi að gæða þýðinguna svipuðum heildarblæ. Það hefir Helga tek-
ist betur en öðrum íslendingum sem reynt hafa, og að öllu samanlögðu all-
vel. Hátíðleikablærinn kynni að vera fullsterkur, en hér er um smekks-
atriði að ræða sem erfitt er að leggja á hlutlægan mælikvarða. Grísku
skáldin eru auk þess hvert öðru ólík að þessu leyti. Mestar eru öfgarnar hjá
Evrípídesi í þessu sem öðru. Að vísu jafnast hann hvergi nærri á við Ais-
khýlos að torgætu orðavali, en þeim mun meira er um óvenjulega orðaröð
og fleygun orðasambanda, og aftur á móti meira um hversdagslegt orðalag
og orðaval þegar svo ber undir.
VIII
Þýðing og frumrit verða aldrei jafngild. Þýðandi er að sínu leyti sjálfstæður
listamaður og á kröfu á að verk hans sé dæmt með það í huga. Að segja að
verk hans sé öðruvísi en fyrirmyndin er ekki hnjóð, heldur til þess sagt að
vekja athygli á vissum eiginleikum fyrirmyndarinnar.
Helgi er yfirleitt markviss í orðavali og laginn að velja orð sem vekja
hugrenningar og kenndir sem hæfa skáldlegu efni. Orðaforðinn er óhemju-