Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 22
20
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
Það var öðru nær en að Sigurður þætti slælegur kennari, hann
vakti snemma athygli fyrir hressilega og snjalla kennslu, þar sem sér-
kennileiki hans naut sín vel.
Kristján Albertsson rithöfundur minnist kennslu Sigurðar í
Menntaskólanum á þessa leið:
Sigurður Guðmundsson var á léttasta skeiði, rúmlega þrítugur, þegar hann
tók við okkur í tvö ár, og kenndi okkur íslensku í þriðja og fjórða bekk
Menntaskólans í Reykjavík - þar sem hann var þá stundakennari í ígripum.
Hver kennslustund hans var sem fjörsprettur í ungum gæðing, og vítt farið
yfir og útsýni opnuðust, í hressandi lofti, undir háum himni. Eg vona að eg
geri engum af mínum gömlu kennurum órétt þó að eg segi, að þessar stundir
menntuðu mig best á mínum skólaárum. Það skal fúslega játað að það er
hægara að vera skemmtilegur kennari þegar kennslubækurnar eru Egla og
Njála, en ekki t.d. byrjendabók í latínu eða þýsku.
Það er auðveldara að muna þá töfra, sem léku um þessar stundir, en gera
grein fyrir þeim með dæmum um aðferð og tök kennarans. Ekkert, sem af
vörum hans kom, gat nokkru sinni orðið að þurri fræðslu. Allt, sem hann
snerti á, varð líf og andi. Að heyra hann skýra merking í orði var að berast
langt aftur í aldir og standa þá frumhugsun að verki sem hafði skapað sér
málið, og gefið því svip af lundarfari og lífi kynsins. Við höfðum áður lesið
fornan skáldskap með öðrum kennara, en að lesa Höfuðlausn og Sonatorrek
með Sigurði Guðmundssyni var að finna anda norrænunnar svífa yfir vötn-
unum. Að lesa með honum blaðsíðu í Njálu var að komast að raun um, að
það stóð miklu meira á þessari síðu en nokkurn okkar hefði getað órað fyrir.
Við skildum hina látlausu, tignu list sögunnar, að segja óendanlega mikið
með fáum tilsvörum, eða einni stuttri setningu, og að hefja menn og við-
burði upp á efra svið, þar sem allt var í senn dularfullt og ljóst, stórfenglegt
og mannlegt, og göfgað krafti og yndisleik málsins. Við skildum að listin var
fegursta afrek mannsins, að hennar var mátturinn til að gefa hlutunum æðra
líf og ódauðlegt gildi. . .
Þegar við komum í fimmta bekk var hann ekki lengur kennari okkar,
en við vildum ekki án hans vera. Við báðum hann að lesa með okkur úti í
bæ einhver skáldrit, og hann valdi tvö af verkum Ibsens, Kongsemnerne
og Brand. Eg hygg að það sé einsdæmi í annálum skólans, að nemendur
hafi séð svo eftir kennara, að þeir hafi beðið hann að lesa með sér utan-
skóla bækur sem ekki voru kenndar í skólanum, og engin skylda að vita nein
deili á.7
Samhliða kennslunni hélt Sigurður áfram þeirri iðju er honum var
alla ævi hugstæð: að skrifa. Hann skrifar ritdóma um bækur, ritgerð-
ir um skáld og skáldverk. Árið 1911 birtast fyrstu eftirmælin sem Sig-
urður ritar. Þau eru samin að tilmælum Jóns Þórarinssonar fræðslu-